Ísland komið í undanúrslit á HM, erlend fyrirtæki reyna að móta íslenska löggjöf og Hamas tilbúið að afsala sér völdum
Ísland er komið í undanúrslit á Evrópumóti karla í handbolta eftir átta marka sigur á Slóveníu 39-31.
Atvinnuvegaráðherra segir bandarískt stórfyrirtæki hafa farið í herferð gegn lagareldisfrumvarpi til að hafa áhrif á íslenska löggjöf. Forseti Alþingis segir það hlutverk stjórnmálamanna að vera vakandi fyrir erlendri íhlutun.
Hamas-samtökin segjast tilbúin að afsala sér völdum á Gaza til nefndar palestínskra embættismanna. Þau krefjast þess að landamærastöðin við Rafah verði opnuð að fullu.
Fjórðungi starfsmanna Íslenskrar erfðagreiningar var sagt upp í dag, framkvæmdastjóri segir frekari uppsagnir ekki í kortunum.
Borgarstjóri Búdapest hefur verið ákærður fyrir að halda gleðigöngu í sumar í trássi við bann yfirvalda.