Þú veist betur

Bandaríkin - Fyrri hluti

Ég sver það var ekki endilega viljandi, en eftir smá pásu frá löndum heimsins með þætti um hjólaskautaat, höldum við áfram og virðumst nánast fara í stafrófsröð. Balkanskagi til Bandaríkjanna. Enda var vopnahléssamningur varðandi Bosníu undirritaður í Daytona í Ohio, svo tengingin er augljós. Eða hvað? Þetta land sem er svo nátengt Íslandi, hafði mikil áhrif á efnahag þjóðarinnar í seinni heimsstyrjöldinni og auðvitað menningu landsins fram eftir 20.öld og til dagsins í dag. Sama hvaða skoðun við höfum á þessu heimsveldi er ekki hægt neita því Bandaríkin hafa haft gríðarleg áhrif á stöðu heimsins í dag, það eru forsetakosningar vestanhafs í ár og oft líður manni eins og það muni svo skera úr um hvernig heimurinn muni þróast til framtíðar. En hvað vitum við um Bandaríkin, af hverju eru þau eins og þau eru? Það er ærið verkefni útskýra en í næstu tveim þáttum ætlum við Silja Bára Ómarsdóttir gera heiðarlega tilraun til fara yfir sögu þess, stærstu atburði, núverandi ástand og hugleiðingum um framtíðina.

Frumflutt

24. mars 2024

Aðgengilegt til

17. mars 2025
Þú veist betur

Þú veist betur

Umsjón: Atli Már Steinarsson.

Þættir

,