Þú veist betur

Svarthol - 1.þáttur

Velkomin aftur í Þú veist betur, ég heiti Atli Már Steinarsson og ætla reyna mitt besta forvitnast um fyrirbæri og hluti sem eru allt í kringum okkur en við vitum kannski ekki svo mikið um, en værum til í vita meira. Í vetur munum við fara yfir hluti eins og málningu, frumur og banana en við byrjum á einu svakalegu dæmi. Það er nefnilega kominn tími til tala um svarthol.

Frá því ég byrjaði með þessa þætti hef ég fjallað um alls kyns hluti sem hafa svo kveikt áhuga minn á öðrum hlutum. Eitt af því sem ég fór pæla meira í var geimurinn, allt það sem við sjáum þarna úti og hvað þetta er allt saman. Sem kemur svo í ljós er ekki hlaupið því fræðast um. Því þarna úti eru hlutirnir sem gera það verkum við séum til, jörðin okkar er eins og hún er og af hverju hún hagar sér svona. Þannig þegar ég og Helgi Freyr Rúnarsson settumst niður til tala um svarthol, var ekkert hægt vaða bara beint í, hvað eru þau? Til skilja þau þarf söguna, smá slettu af eðlisfræði og heilan helling af stærðfræði til dæmis, ásamt því átta sig betur á því hvernig við fórum því skilja þessi fyrirbæri, sem leynast því er virðist út um allt í geimnum. Samtalið okkar endaði í rúmum þremur klukkutímum sem ég hef reynt eftir fremsta megni berja saman í þrjá þætti sem koma núna næstu þrjá sunnudaga. Ekki láta það koma ykkur á óvart ef þið skiljið ekki allt, útskýringin kemur oftast aðeins seinna og svo hef ég líka lært það er bara allt í lagi skilja ekki allt þegar kemur þessum efnum. Sumt bara er svona, lítið við því gera. Svo erum við heldur ekkert svartholsfræðingar eða StjörnuSævar, svo það er engin pressa á vera með þetta allt á hreinu. Til þess erum við Helga Frey, og áður en við byrjum á sögunni þar sem við kynnumst Newton, Kepler og Einstein sem dæmi, fáum við kynningu frá viðmælandanum sjálfum. En hlustiði eftir því sem kemur þar á milli, því þar fáum við lítið dæmi sem er nýkomið fram, um það hvernig svarthol hljóma.

Frumflutt

18. sept. 2022

Aðgengilegt til

1. jan. 2099
Þú veist betur

Þú veist betur

Umsjón: Atli Már Steinarsson.

Þættir

,