Þú veist betur

Hrafnar

Ég vil byrja þáttinn í þetta skiptið á því þakka fyrir alla póstana og ábendingar sem ég hef verið upp á síðkastið. Því fleiri því betra segi ég bara. Eftir svona langan tíma af því gera þættina þá getur manni oft liðið eins og það búið tala um allt en þá er einmitt svo gaman og hollt af alls kyns hugmyndir utan úr um efni sem gæti verið gaman tala um. Enda er svo ótrúlega mikið forvitnilegt til í þessum heimi. Og talandi um forvitnilegt, þá alveg óvænt höldum við áfram með stafinn H, en færum okkur frá heimspeki til hrafna. Ég var nefnilega í mat hérna upp í Efstaleiti fyrir einhverju síðan og meðan ég borðaði þá varð ég var við 4 hrafna sem flugu á milli húsþaka og ljósastaura. Mér fannst þeir svo áhugaverðir og fyndnir ég ílengdist örugglega í einhverjar 10-20 mínútur bara horfa á þá athafna sig, velti fyrir mér hvað í ósköpunum þeir gætu verið tala um, hvort þetta væru 2 pör og svo framvegis. Þá langaði mig auðvitað til vita meira, svo ég grennslaðist fyrir og fann loks Kristinn Hauk Skarphéðinsson sem hefur verið fylgjast með þessum fuglum mun lengur en ég, og líklegast bara flest. Ég sannfærði hann svo um koma til mín og segja okkur meira frá þessum merkilegu fuglum, þar sem sagan, atferli og framtíð blandast saman í einn graut eins og vill oft vera þegar maður talar um dýr.

Umsjón: Atli Már Steinarsson

Frumflutt

19. mars 2023

Aðgengilegt til

1. jan. 2099
Þú veist betur

Þú veist betur

Umsjón: Atli Már Steinarsson.

Þættir

,