Þú veist betur

Bílar

Það er stór dagur í lífi flestra þegar þau verða 17 ára og hægt taka bílpróf, ég man það var allavega tilfellið hjá mér á sínum tíma. Ökuskólinn er eitthvað sem við höfum mörg reynslu af, og flest skoðun á, en þó þar fari fram okkar helsta kennsla varðandi bíla þá er hún mestmegnis varðandi það hvernig eigi haga sér í umferðinni og hvernig hún virkar. Ökukennsla eru síðan þessir taugatrekkjandi klukkutímar þar sem maður keyrir um með hjartað í buxunum vonandi maður drepi ekki á bílnum þar sem einhver sjái eða flauti á mann. Það er samt merkilegt þó maður fari í gegnum allt þetta nám til læra keyra er maður oft engu vísari hvernig bíllinn sjálfur virkar. Sem getur verið ástæðan fyrir því mér og hugsanlega ykkur líka finnst oft sjálfsagður hlutur setjast upp í ökutæki, hvort sem maður keyrir eða fær far, og allt virki, maður skýst upp í margra kílómetra hraða á skot stundu og finnst sjálfsagt mál keyra landshorna á milli án þess velta fyrir sér hvað í raun í gangi undir húddinu. Hvernig í ósköpunum allt þetta afl verði til því er virðist úr engu og þess þá heldur án þess allt liðist einfaldlega í sundur. Ég fór því og heimsótti Gísla Gunnar Jónsson, eða Herra Kókómjólk eins og ég kalla hann oft, í Þorlákshöfn þar sem hann býr og rekur meðal annars bílaverkstæði og bað hann útskýra fyrir mér hvað það er sem gerist þegar maður ýtir á bensíngjöfina, hvað allir þessir snúningar þýða og seinna í viðtalinu, hvernig þeir settu saman torfærubíl sem gat hent sér upp nánast lóðrétt fjall án þess svitna, þó með látum sem minntu helst á ljón á sléttum Afríku láta vita af sér. Við förum lítið í söguna, enda nóg reyna útskýra hvernig þetta virkar allt saman, en byrjum þó aðeins ræða muninn á bílum núna og þegar þeir komu til landsins fyrir rúmlega 100 árum, í kringum 1904.

Frumflutt

28. nóv. 2021

Aðgengilegt til

1. jan. 2099
Þú veist betur

Þú veist betur

Umsjón: Atli Már Steinarsson.

Þættir

,