Þú veist betur

Frumur

Velkomin í nýjan þátt af þú veist betur, ég heiti Atli Már Steinarsson og í þetta skiptið hugsum við smátt. Nánast eins smátt og hægt er, svo lengi sem þú ferð ekki hugsa um atóm. Það er annar þáttur, engar áhyggjur. Ég nefnilega á internetinu fyrir stuttu mynd sem fullyrt var væri nákvæmasta mynd af frumu sem hefði verið tekin. Ef ég ætti reyna lýsa henni í orðum þá var myndin eins og blanda af hekluðu teppi í margvíslegum litum blandað við mynd af geimnum. Ég veit ekki hvort það segi ykkur eitthvað en ég bara get ekki betur. Bæði djúp og smágerð, full af alls kyns mismunandi formum. Þið getið prófað skrifa inn ?picture of a cell? í Google og þetta ætti birtast á skotstundu. En hvað um það, ég fylltist auðvitað forvitni og áhuga á þessu fyrirbæri sem við erum öll gerð úr. Hvernig það virkar og verður til, hvernig við sem mannfólk lærðum sjá það og kynnast því betur. Ég fékk til mín Þórarinn Guðjónsson og í þetta skiptið förum aðeins örsnöggt í söguna, þar sem það er ógjörningur fara yfir hana alla, því eins og alltaf er það svo annar þáttur, þróunarsagan, en eyðum mestum af okkar tíma í kynnast frumunni betur.

Umsjón: Atli Már Steinarsson

Frumflutt

23. okt. 2022

Aðgengilegt til

1. jan. 2099
Þú veist betur

Þú veist betur

Umsjón: Atli Már Steinarsson.

Þættir

,