Þú veist betur

Stafrænt öryggi

Frá því maðurinn byrjaði eignast eitthvað, hefur einhver verið reyna taka það frá honum. Við höfum nánast öll lent í því einhverju stolið frá okkur, hvort sem það eitthvað stórt eins og innbrot í bíla eða íbúðir. Eða bara við lendum í vasaþjófum eða allt í einu er hjólið okkar ekki þar sem við skyldum það eftir. En þegar internetið varð til var kannski ekki mörgum sem datt í hug þarna væri komin önnur leið þar sem óprúttnir aðilar gætu nýtt sér leiðir til stela af okkur, ekki endilega einhverju sem við sjáum eða getum haldið á, heldur örlítið flóknara efni. Gögnum, myndum, persónuupplýsingum, hlutum sem við höfðum kannski ekki mikið pælt í, og gerum einhverju leyti ekki enn. Við heyrum sífellt meira um innbrot inn í tölvukerfi fyrirtækja, stolnum samfélagsmiðlareikningum, frægt fólk sem lendir í því viðkæmum og persónulegum myndum er stolið og dreift á netið sem og tölvukerfi heilla þjóða séu hökkuð og ýmis háklassa öryggisskjöl séu komnar í hendur á aðilum sem hafa ekkert með þau gera. Peningar stjórna eins og oft áður ferðinni miklu leyti enda hefur gróðavonin fyrir marga af þessum glæpum stóraukist eftir því sem árin líða. En hvað er stafrænt öryggi? Hvað er gerast á bakvið tjöldin í öllum þessum fréttum og hvað er til ráða? Ég fékk til mín Theodór Ragnar Gíslason stofnanda Syndis sem er fyrirtæki sem sérhæfir sig í árásarmiðari nálgun á net- og tölvuöryggi, til fara yfir málið með mér og leið okkur í allan sannleikann um heim sem við lifum öll í en áttum okkur kannski ekki alveg á leikreglunum.

Frumflutt

14. mars 2021

Aðgengilegt til

1. jan. 2099
Þú veist betur

Þú veist betur

Umsjón: Atli Már Steinarsson.

Þættir

,