Þú veist betur

Arkitektúr 1.Hluti

Í gegnum tíðina höfum við oft tekið fyrir viðfangsefni í þessum þætti þar sem ég nefni eitthvað allt í kringum okkur en við áttum okkur kannski á því. Það hefur sjaldan átt betur við en í þetta skiptið. Það skiptir ekki máli hver við erum, við höfum flest fæðst á spítala, minnsta kosti inn í einhverri byggingu, og bygging var hönnuð af einhverjum. Það var einhver sem hugsaði fyrir hvern byggingin væri, hvaða til gangi þyrfti hún þjóna og hvernig ætti hún líta út. Og það á við um allar byggingar sem við sjáum, þær verða ekki til sjálfum sér. En hvernig við horfum á þær er svo annað mál, flest okkar, og ég svo sannarlega þar með talinn eigum erfitt með útskýra hvað það er sem heillar okkur við hina og þessa byggingu. Við getum svarað spurningunni, hvernig tónlist finnst þér skemmtileg en spurningin hvernig byggingstíll finnst þér fallegastur er kannski aðeins erfiðari viðureignar. Mig langaði því til kafa aðeins ofan í þetta viðfangsefni og fékk því til mín Pétur H. Ármannsson arkitekt til fara yfir málin með okkur. Eftir samtal okkar áttaði ég mig á því arkitektúr er of stórt viðfangsefni til rúmast í einum þætti svo við skiptum yfirferð okkar í tvo parta, við byrjum á sögunni, sem er næstum jafn gömul og saga mannsins en í næsta þætti ræðum við svo nútíðina og hvað framtíðin gæti borið í skauti sér.

Frumflutt

18. apríl 2021

Aðgengilegt til

1. jan. 2099
Þú veist betur

Þú veist betur

Umsjón: Atli Már Steinarsson.

Þættir

,