Þú veist betur

Taylor Swift

Við höfum sagt skilið við viðskiptasiðferði enda geri ég ráð fyrir við séum öll búin líta rækilega í eigin barm og íhugað okkar eigin siðferði í leiðinni. Það er alltaf hollt, sérstaklega í byrjun nýs árs þar sem við erum umkringd eldgosum og snjóstormum. Hvað er þá betra en kveikja á kerti og pæla aðeins í Taylor Swift? Hún var ein af manneskjum ársins hjá Time fyrir síðasta ár, er af mörgum talin vera ein stærsta, ekki bara poppstjarna, heldur manneskja heimsins sem við lifum í en hvað er svona sérstakt við hana? Hér er þó öðruvísi umfjöllun um Taylor Swift en við ættum kannski venjast því við erum ekki fara hlusta á neina tónlist, heldur einungis velta henni fyrir okkur sem manneskju, sem fyrirbæri í sjálfri sér, eða phenomen eins og það myndi kallast á enskunni. Það er því ekki endilega krafa þið séuð aðdáendur tónlistar hennar, þó auðvitað það bara bónus ef svo er. Til segja okkur allt sem við þurfum vita er mætt Ingunn Lára Kristjánsdóttir.

Frumflutt

28. jan. 2024

Aðgengilegt til

27. jan. 2025
Þú veist betur

Þú veist betur

Umsjón: Atli Már Steinarsson.

Þættir

,