Segðu mér

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra

„Það er allavega ekki það fyrsta sem ég hugsa á morgnana, ég forsætisráðherra,“ segir Katrín Jakobsdóttir sem hefur gegnt embættinu í þrjú ár. Faðir hennar lést þegar hún var tvítug en þau voru mjög náin. Hann kynnti hana fyrir mörgu sem hún hefur enn áhuga á í dag, þar á meðal hryllingsmyndum.

Katrín Jakobsdóttir var gestur Sigurlaugar M. Jónasdóttur í Segðu mér. Katrín ólst upp við ekkert verkefni væri of ómerkilegt til þurfa ekki sinna því vel og hún segist hugsa stanslaust um vinnuna. „Ég tek verkefnið rosalega alvarlega og vil sinna því eins vel og ég get. En ég ber kannski ekki alveg ábyrgð á persónulegri hamingju hvers og eins,“ segir hún. Katrín segir tvennt hafi hún lært á löngum stjórnmálaferli, en hún hefur setið á þingi síðan 2007. „Í fyrsta lagi það er leyfilegt gera mistök, og í öðru lagi það er í lagi það líki ekki öllum við mann.“ Hið fyrrnefnda hafi hún tileinkað sér fljótlega eftir hún settist á þing en hitt mun seinna. „Það kom bara fyrir 4-5 árum og það er frelsun.“

Birt

3. sept. 2020

Aðgengilegt til

3. sept. 2021
Segðu mér

Segðu mér

Gestir úr öllum kimum þjóðfélagsins deila sögu sinni með hlustendum. Umsjón: Sigurlaug M. Jónasdóttir