Leikin eru nokkur lög sem hafa verið samin við ljóð Þórarins Eldjárns og líka einn þýddur söngtexti. Ragnheiður Gröndal syngur lag við ljóði Farfuglar, Sigríður Eyþórsdóttir syngur Vorið vill ekki koma og Gestagangur. Ólafía Hrönn Jónsdóttir flytur lagið Guðjón og Hörður Torfason Guðjón bakvið tjöldin. Þokkabót flytur lag við ljóðið Sveinbjörn Egilsson og annað við Möwekvæði. Valdimar Guðmundsson syngur lag Jóels Pálssonar við ljóðið Fundarboð og Selma Rán Lima og Jakob van Ooserhout syngja Kveðjusönginn úr leikritinu um Línu Langsokk. Ingi Gunnar Jóhannsson og Katla Margrét Þorgeirsdóttir syngja lagið um Latasta hund í heimi, Eggert Þorleifsson syngur Harmsöng Tarsans og Þursaflokkurinn flytur lagið Gegnum holt og hæðir. Umsjón: Jónatan Garðarsson.