Flugur

Savanna tríóið, upphafsárin

Fjallað um Savanna tríóið sem flutti í fyrsta sinn fullmótaða skemmtidagskrá á nýársdag 1963. Þeir félagar höfðu starfað saman og komið fram á skólaskemmtunum í rúmlega ár, áður en þeir tóku það skref gerast fullgildir skemmtikraftar. Leikin lög af fyrstu litlu plötunum og fyrstu breiðskífunni sem þeir gerðu 1963 og 1964. Lögin sem hljóma í þættinum eru: Suðurnesjamenn, Á Sprengisandi, Bjarni bróðir minn, Havah Nageela, Það er svo margt, Litfríð og ljóshærð, Austan kaldinn, Allra flagða þula, Fúsintesarþula og Kvölda tekur, sest er sól.

Umsjón: Jónatan Garðarsson.

Frumflutt

1. maí 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Flugur

Flugur

Dægurflugur og söngvar frá ýmsum tímum.

Umsjón: Jónatan Garðarsson.

Þættir

,