Flugur

Lög eftir fjóra íslenska lagasmiði sem Ari Jónsson syngur

Ari Jónsson syngur lög eftir fjóra lítt þekkta lagasmiði sem komu út á plötum fyrir nokkrum árum.

Fyrsta lagið er eftir Siglfirðinginn Leó R. Ólason og heitir Með kveðju til þín. Síðan eru tvö lög eftir Vestfirðinginn og skipherrann Þröst Sigtryggsson sem heita Hafið speglast og Dúra. Þessu næst syngur Ari fjögur lög eftir Strandamanninn Björn Guðna Guðjónsson sem heita Sveitin mín, Ilmandi rós, Beint af augum og Svikalogn. Fjögur síðustu lögin í þættinum eru eftir mjólkurfræðinginn og Skagfirðinginn Snorra Evertsson. Það eru lögin Öræfaför, Kærleiksmolar, Dimmbláu augun og Komdu vina.

Umsjón: Jónatan Garðarsson.

Frumflutt

11. mars 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Flugur

Flugur

Dægurflugur og söngvar frá ýmsum tímum.

Umsjón: Jónatan Garðarsson.

Þættir

,