Flugur

Þuríður, Pálmi og Ríó tríó

Hljómplötudeild Fálkans sendi íslenskt tónlistarfólk til Osló í Noregi í ágúst 1973 til taka þar upp tvær plötur. Þetta voru þáverandi hjón, söngkona Þuríður Sigurðardóttir og Pálmi Gunnarsson annarsvegar og hinsvegar meðlimir Ríó tríósins, það er Ólafur Þórðarson, Helgi Pétursson og Ágúst Atlason ásamt sérlegum aukafélaga, Gunnari Þórðarsyni. Með í för var einnig hljómborðsleikarinn Karl Sighvatsson. Þetta tónlistarfólk hitti Jón Þór Hannesson í Osló, en hann vann hjá NRK og var upptökustjóri á plötunum Þuríður og Pálmi og Allt í gamni. Leikin eru nokkur lög af þessum plötum.

Umsjón: Jónatan Garðarsson.

Frumflutt

3. júlí 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Flugur

Flugur

Dægurflugur og söngvar frá ýmsum tímum.

Umsjón: Jónatan Garðarsson.

Þættir

,