Flugur

Söngvar um veigar

Söngtextarnir sem hljóma í þættinum snúast á einn eða annan hátt um vín, bjór og þessháttar. Haukur Morthens syngur Vindlingar, viskí og villtar meyjar með Hljómsveit Björns R. Einarssonar. Svavar Lárusson syngur Rósir og vín og Sigurður Ólafsson og Alfreð Clausen syngja Drykkjuvísu úr Bláu kápunni. Rúnar Einarsson syngur lögin Vatn er leiður vökvi og Vín og vatn. Ríó tríó syngur um Romm og kóka kóla og Lónlí blú bojs flytja lögin La Kúba líbra og Það blanda allir landa. Viðar Jónsson flytur eigið lag sem heitir Rósir og vín og Gautar frá Siglufirði flytja lagið Meiri bjór. André Bachmann syngur lagið Bjór á næstu krá og Sniglabandið kyrjar lag sem heitir Tvöfaldur brennivín í kók. GCD slá botninn í þáttinn með reggaelaginu Konur og vín.

Umsjón: Jónatan Garðarsson.

Frumflutt

26. feb. 2018

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Flugur

Flugur

Dægurflugur og söngvar frá ýmsum tímum.

Umsjón: Jónatan Garðarsson.

Þættir

,