Flugur

Trúarsöngvar með íslenskum flytjendum

Leikin eru nokkur lög af trúarlegum toga, flest íslensk en einnig eftir erlenda höfunda. Áslaug Helga Hálfdánardóttir og Kór Lindakirkju flytja lagið Ég er á leið, Gospelkór Fíladelfíu syngur Drottinn lofað þitt nafn, Edgar Smári Atlason syngur Lífið og þú, Lofgjörðarhópur Fríkirkjunnar Vegarins flytur lagið Jesús, nafn þitt er nafnið, Halli Reynis og Matthías Ægisson flytja lagið When We Cross The Border, Íris Lind Verudóttir og Eva Dögg Sveinsdóttir syngja Vísa mér þinn veg, Íris Dögg Ingvadóttir og Gospel krakkar syngur Hirðirinn, Moira Ruth van Gooswillingen og Gospel krakkar syngja Vera saman, Gospelkór Jóns Vídalín flytur No Word Praise og lokalagið er Praise The Lord eftir Torfa Ólafsson.

Umsjón: Jónatan Garðarsson.

Frumflutt

20. maí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Flugur

Flugur

Dægurflugur og söngvar frá ýmsum tímum.

Umsjón: Jónatan Garðarsson.

Þættir

,