Morgunútvarpið

14. des. - Flugumferðarstjórar, Úkraína, COP28, jólaauglýsingar o.fl.

Flugumferðarstjórar lögðu niður störf á kl.4.00 í nótt og stendur vinnustöðvunin til 10 í morgun. Ekkert hefur verið fundað í deilunni síðan á þriðjudag. Við tökumm púlsinn á stöðunni og heyra í Arnari Hjálmssyni, formaður félags íslenskra flugumferðarstjóra verður á línunni.

Í gær fengum við fréttir af því minnsta kosti 25 hafi særst þegar Rússar gerðu eldflaugaárás á úkraínsku höfuðborgina Kyiv í gærnótt, en það var önnur árásin á höfuðborgina á einni viku, eftir nokkuð langt hlé. Við ræðum við Óskar Hallgrímsson, ljósmyndara sem búsettur er í Kyiv, um auknar árásir á borgina og stöðu stríðsins í Úkraínu.

Þjóðir heims náðu samkomulagi um aðgerðir í loftslagsmálum á loftslagsráðstefnunni COP28 í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í gær. En hvaða áhrif myndi það hafa á efnahag olíuríkjanna sem hafa reitt sig mjög á þá auðlind? Við ræðum við Ásgeir Brynjar Torfason, doktor í fjármálum og ritstjóra Vísbendingar.

Eftir átta fréttir ætlum við ræða jólaauglýsingar fyrirtækja sem virðast vera orðnar órjúfanlegur hluti jólanna, en mörg fyrirtæki leggja töluvert upp úr því gefa út og framleiða tilkomumiklar jólaauglýsingar. Þá hefur verið nokkur umræðu í Bretlandi um sadvertising um jól, þegar fyrirtæki leggja áherslu á mjög tilfinningaþrungnar auglýsingar þar sem einsemd og erfiði eru fyrirferðamikil, og einhverjum þykir nóg um. Kári Sævarsson, einn af eigendum auglýsingastofunnar TVIST, verður gestur okkar.

Sveinn Helgason, sérfræðingur í upplýsingamiðlun, verður á línunni frá Lundúnum þar sem hann er á vegum utanríkisráðuneytisins styðja við virkjun einnar af viðbragsáætlunum Sameiginlegu viðbragssveitarinnar. Aðgerðir vegna áætlunarinnar hafa staðið frá því í byrjun desember og snúast um efla eftirlit með mikilvægum neðansjávarinnviðum á hafi úti og undan ströndum níu aðildarríkja sveitarinnar. Við ræðum þetta betur við Svein.

Forseti tyrkneska knattspyrnufélagsins Ankaragucu var handtekinn á dögunum fyrir kýla dómara í andlitið eftir leik gegn Rizespor. Forsetinn sagði af sér, baðst afsökunar og sagðist skammast sín, en mikil umræða hefur verið í kjölfarið um aukinn hita í knattspyrnunni, ofbeldi í íþróttinni og viðhorf til dómara. Stefán Pálsson, sagnfræðingur og knattspyrnusérfræðingur, setur þessa umræðu í samhengi með okkur.

Hjálparbeiðnum virðist rigna inn á Facebook þar sem fólk biður um fjárhagsaðstoð. Samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi gallup nær þriðjungur ekki endum saman um hver mánaðarmót. Vilborg Oddsdóttir félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar kemur.

Frumflutt

14. des. 2023

Aðgengilegt til

13. des. 2024
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir, Rúnar Róbertsson og Hulda G. Geirsdóttir.

Þættir

,