Morgunútvarpið

14. júní - Samtök atvinnulífsins, sumar og sorp

Hrefna Sigurjónsdóttir, verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá, verður gestur okkar í upphafi þáttar en hún skrifaði grein á Vísi í gær um hvernig best huga öryggi og forvörnum í sumarhúsum. Við ræddum þau mál við hana sem snúa meðal annars eldvörnum, grillinu og heita pottinum.

Mikil umræða hefur verið undanfarið um flokkun sorps, endurnýtanlegan úrgang og hringrásarhagkerfið. En hvernig stöndum við Íslendingar almennt í þeim efnum? Guðmundur Steingrímsson, fyrrum þingmaður og umhverfis- og auðlindafræðingur, hefur rannsakað og skrifað um hringrásarhagkerfið og þá sérstaklega hvernig okkur Íslendingum gengur endurnýta þau hráefni sem náttúran gefur af sér, og hann var gestur okkar um hálf átta leytið.

Mikið hef­ur verið deilt um fyr­ir­hugaða upp­bygg­ingu í Skerjaf­irðinum á síðustu vik­um eftir niðurstaða starfshóps sem innviðaráðherra skipaði til meta áhrif nýrrar byggðar í Skerjafirði á flug- og rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar var birt en þar er sagt byggðin muni óbreyttu þrengja og skerða nothæfi Reykjavíkurflugvallar vegna breytinga á vindafari. Starfshópurinn telur þó ekki þörf á hætta við byggingarhugmyndir í Nýja Skerjafirði og bendir á mögulegar mótvægisaðgerðir. Borgarstjóri segir borgin hafi "...gripið til mót­vægisaðgerða í skipu­lag­inu". Matthías Arngrímsson, flugstjóri og flugkennari, skrifaði grein um rangfærslur sem hann segir borgarstjóri og aðrir sem málinu koma hafi haft í frammi um skýrsluna.

Sigríður Margrét Oddsdóttir, sem tekur við starfi framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins í september, var gestur okkar eftir átta fréttir. Við ræddum verkefnin framundan, kjaraveturinn og efnahagsástandið.

er miður júní og kominn tími á taka stöðuna á laxveiðisumrinu. Við hringdum á bakka Norðurár og heyrðum í Brynjari Þór Hreggviðssyni.

Veðrið hefur verið með fínasta móti síðustu daga en veðurgæðunum var nokkuð misskipt í upphafi sumars. Við ræddum áhrif veðurs og veðurmonts á andlega líðan í lok þáttar við Helga Héðinsson, sálfræðing.

DAÐI FREYR - Thank You.

DIRE STRAITS - Sultans Of Swing.

FRIÐRIK DÓR - Bleikur og blár.

VÖK - Miss confidence.

GREIFARNIR - Jóhannes.

Mugison - Stóra stóra ást.

Frumflutt

14. júní 2023

Aðgengilegt til

13. júní 2024
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir, Rúnar Róbertsson og Hulda G. Geirsdóttir.

Þættir

,