Morgunútvarpið

27. júlí - brimbretti, Íslandsbanki, Sinead O'Connor og Grikkland

Það var ansi ískyggileg frétt á Vísi í gær þess efnis vísindamenn við Kaupmannahafnarháskóla hefðu komist þeirri niðurstöðu Golfstraumurinn gæti stöðvast árið 2025, eða hvenær sem er eftir þann tímapunkt, með algjörlega katastrófískum áhrifum bæði hérlendis sem erlendis. Vísindamönnum ber þó ekki saman um áreiðanleika þessarar rannsóknar og við ræddum málið við Steingrím Jónsson prófessor í hafeðlisfræði við Háskólann á Akureyri.

Brimbrettakappar landsins hafa miklar áhyggjur af stækkun hafnarinnar í Þorlákshöfn en við hlið hennar er ein besta alda Evrópu, falin náttúruperla við strendur Íslands. Steinarr Lár frá Brimbrettafélagi Íslands kom til okkar til ræða undirskriftasöfnun félagsins um aukið samráð við bæjaryfirvöld í Þorlákshöfn.

Ásgeir Brynjar Torfason doktor í fjármálum er einn þeirra sem býður sig fram í stjórn Íslandsbanka. Hann hefur verið afar gagnrýninn á framkvæmd sölu bankans en etur kappi við frambjóðendur Bankasýslunnar sjálfrar sem fer með 40% atkvæðavægi þegar til stjórnarkjörsins kemur. Við ræddum við Ásgeir um Íslandsbanka, fyrirkomulag stjórnarkjörsins og tilurð þess hann býður sig fram þegar fyrirkomulag stjórnarkjörsins er með þeim hætti sem það er.

Írska söngkonan Sinead O'Connor er látin, 56 ára aldri. Sinead var mikill brautryðjandi og vakti athygli hvert sem hún kom, en hún hélt líka ógleymanlega tónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík árið 2011. Grímur Atlason, tónleikahaldari stóð þeim tónleikum og kom til okkar til ræða um Sinead.

Og í lok þáttar hringjum við til Grikklands þar sem sannkallaðir vítislogar loga vítt og breitt um landið og eyjarnar. Gríðarlegur hiti hefur verið á Grikklandi og eyjan Ródos hefur verið rýmd vegna skógarelda sem virðast ætla éta sig í gegnum allt sem þeir koma nálægt. Þóra Björk Valsteinsdóttir er búsett á Grikklandi og ræddi við okkur þaðan.

Tónlist

HJALTALÍN - Þú Komst Við Hjartað í Mér.

JOHN MAYER - Waiting On The World To Change.

Miley Cyrus - Jaded.

ROBBIE WILLIAMS - Feel.

FLOTT - L'amour.

SINEAD O'CONNOR - This is a Rebel Song (LIVE Fríkirkjan 2011)

SINEAD O'CONNOR - Nothing Compares 2 U.

Frumflutt

27. júlí 2023

Aðgengilegt til

26. júlí 2024
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir, Rúnar Róbertsson og Hulda G. Geirsdóttir.

Þættir

,