Morgunútvarpið

Jónsabúð, Grænland, áfengi og Skakkagerði 99

Um áramótin tóku nýir eigendur við Jónsabúð á Grenivík. Hjónin Jón Stefán Ingólfsson og Jórlaug Daðadóttir, kölluð Systa, stóðu vaktina í búðinni tæplega 50 ár en nýir eigendur eru Erica Rivera og Hreinn Skúli Erhardsson. Þau eru spreyta sig á verslunarrekstri í fyrsta skipti. Við heyrðum í Hreini Skúla og komumst því hvernig er taka við búð í 320 manna þorpi í samkeppni við stórverslanir á Akureyri.

Eftir Bandaríkin réðust inn í Venesúela birti kona nafni Katie Miller færslu á samfélagsmiðlinum X sem var einfaldlega mynd af Grænlandi, skreytt bandaríska fánanum, og orðið: „Soon“ eða „Bráðum“. Katie þessi er eiginkona Stephen Miller, eins nánasta samstarfsmanns Donalds Trump og hefur hann í kjölfarið gengið alla leið í ítrekuðum yfirlýsingum sínum um Bandaríkin þurfi eignast Grænland. Íslenska málmleitarfyrirtækið Amaroq hefur fundið gull og sjaldgæfa málma á borð við germaníum og gallíum á Grænlandi. Eldur Ólafsson, forstjóri fyrirtækisins, mætti í Morgunútvarpið.

Lögregla hefur undanfarið lokað vefverslunum með áfengi en slík verslun hefur lengi verið á gráu svæði. Eigendur áfengisverslunarinnar Sante.is birtu opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um helgina og sögðu yfirvöld hafi brugðist skyldu sinni með því taka ekki afstöðu til lagalegrar stöðu netverslana með áfengi. Þá kölluðu þeir eftir því Alþingi fjallaði um málið í stað þess láta lögreglu og dómstóla skera úr um grundvallarréttindi fyrirtækja og neytenda. Víðir Reynisson er formaður allsherjar- og menntamálanefndar og mætti í Morgunútvarpið.

Hópur utan um ímyndað húsfélag á Facebook telur rúmlega 22 þúsund manns, sem birta fjölmargar færslur á dag, þar sem settar eru upp ótrúlegar aðstæður í Skakkagerði 99. Hvað gengur þarna á og hvernig hófst þetta? Morgunútvarpið boðaði til fundar í húsfélaginu og heyrði í formanninum Baldvin Ómari Guðmundssyni.

Frumflutt

6. jan. 2026

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjónarmenn eru Hafdís Helga Helgadóttir og Atli Fannar Bjarkason.

Þættir

,