Morgunútvarpið

Ráðherra hrókeringar,flóttafólk á Bifröst og ævintýri True North

Guðmundir Ingi Kristinsson tilkynnti í gær hann ætli segja af sér sem mennta og barnamálaráðherra. Ragnar Þór Ingólfsson tekur við sem félags og húsnæðismálaráðherra og Inga Sæland formaður Flokks fólksins fer í mennta og barnamálaráðuneytið. Við heyrðum í Ólafi Þ. Harðarsyni stjórnmálafræðingi og prófessor emeritus.

Í upphafi Úkraínustríðsis var gerður samningur á milli ríkisins, Borgarbyggðar og Háskólans á Bifröst um koma á móttökustöð fyrir flóttamenn sem vara átti í þrjá mánuði. Þetta skammtímaúrræði breyttist í langtímabúsetu og hefur þetta reynst sveitarfélaginu Borgarbyggð sem hafði ekkert með þessa ákvörðun gera, afar dýrt. Stefán Broddi Guðjónsson sveitarstjóri kom til okkar.

Í Samfélaginu á Rás 1 í gær kom fram niðurstaða er komin í mál sundlaugarinnar í Reykjahlíð í Þingeyjarsveit sem var fjarlægð af óljósum ástæðum fyrir næstum því áratug síðan í óþökk íbúa á svæðinu. Ekki stendur til endurbyggja sundlaugina, minnsta kosti ekki á þessu kjörtímabili og ástæðan ku vera hár kostnaður. Við heyrðum í söngvaranum Stefáni Jak, sem er öllum hnútum kunnugur á svæðinu.

Lokaatriði Stranger Things á Netflix, þar sem persónan Eleven, leikin af Milly Bobby Brown, kemur fyrir, var tekið upp á Íslandi. Í atriðinu sést Eleven í Þjórsárdal og sjá fossana Háafoss og Granna. Ísland hefur í gegnum tíðina verið vinsæll tökustaður fyrir kvikmyndir og þáttaraðir en hvernig er staðan á því, þegar blikur eru á lofti í ferðaþjónustunni. Leifur Dagfinnsson hjá True North kíkti til okkar í Morgunútvarpið.

Við fjölluðum um leikskólamál hér í Morgunútvarpinu í gær og héldum því áfram í dag og heyrðum í Sonju Ýr Þorbergsdóttur formanni BSRB. skýrsla aðgerðarhóps um brúun umönnunarbilsins leggur til aðgerðir sem gætu markað tímamót í fjölskyldu- og jafnréttismálum á Íslandi mati Sonju Ýr verði þær veruleika. Ein megintillagan er rekstur leikskóla verði lögbundið hlutverk sveitarfélaga og börn eigi rétt á leikskólavist loknu fæðingarorlofi.

Vikan hefur verið viðburðarík og við ætlum venju samkvæmt fórum við yfir það helsta í fréttum vikunnar. Berghildur Erla Bernharðsdóttir fréttamaður á Sýn, Bylgunni og Vísi kom til okkar ásamt Grétari Theodórssyni almannatengli.

Frumflutt

9. jan. 2026

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjónarmenn eru Guðrún Dís Emilsdóttir og Atli Fannar Bjarkason.

Þættir

,