Morgunútvarpið

7. apríl - Samsköttun, tollar og stöðuvarðabílar

Landris og jarðskjálftar halda áfram við Reykjanesskaga. Við tökum stöðuna með Magnúsi Tuma Guðmundssyni prófessor í jarðeðlisfræði.

Mikið hefur verið rætt um áhrif þeirra tolla sem Donald Trump Bandaríkjaforseti kynnti í síðustu viku. Í nýrri úttekt Euronews er rýnt í hvernig breytingarnir kunni leiða til lægra vöruverðs í ákveðnum vöruflokkum á evrópskum markaði. Við ræðum þær vangaveltur við Benjamín Julian, verkefnastjóra verðlagseftirlits ASÍ.

Í fjármálaáætlun sem rædd er áfram á þingi í dag kemur fram afnema eigi samsköttun milli skattþrepa í tilviki hjóna og sambýlisfólks. Kristján Ingi Mikaelsson, framkvæmdastjóri og fjárfestir, er gagnrýninn hvað þessar breytingar varðar og segir höggin halda áfram dynja á ungum barnafjölskyldum. Hann verður gestur okkar fyrir átta fréttir.

Það hefur vakið mikla athygli bílastæðasjóður hefur tekið í notkun bíl sem er útbúinn myndavélum sem skanna bílnúmer og veita þannig upplýsingar um hvort fólk hafi greitt í stæði eða ekki. Þetta eru töluverðar breytingar á bílastæðamálum í borginni sem oft er deilt um. Við ræðum þau mál við Ragnhildi Öldu Vilhjálmsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, og Dóru Björt Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa Pírata og formann umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar.

Við förum yfir íþróttir helgarinnar, venju samkvæmt.

Utanríkisráðuneytið hefur gefið út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk. Í tilkynningu ráðuneytisins segir: Viðhorf gagnvart hinsegin fólki eru á mörgum stöðum í heiminum frábrugðin því sem við eigum venjast á Íslandi og alvarlegt bakslag hafi orðið í þeim málum í Evrópu og Bandaríkjunum. Þá segir líka ráðuneytinu hafi borist þónokkur erindi vegna ferðalaga til Bandaríkjanna. Við ræðum málið við Jóhannes Þór Skúlason fram­kvæmda­stjóra Sam­taka ferðaþjón­ust­unn­ar og stjórnarmann í Samtökunum 78.

Frumflutt

7. apríl 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjónarmenn eru Hafdís Helga Helgadóttir og Atli Fannar Bjarkason.

Þættir

,