Morgunútvarpið

25. feb - Meðalmennska, hugvíkkandi efni og landsleikur

Berglind Björk Hreinsdóttir, sérfræðingur í mannauðsstjórnun, verður gestur okkar í upphafi þáttar en hún skrifaði í gær grein á Vísi um leiðtoga- og stjórnendavanda þar sem hún ræddi skaðlega meðalmennsku í stjórnun.

Jónas Atli Gunnarsson, hagfræðingur og teymisstjóri hjá HMS og Drengur Óla Þorsteinsson, verkefnastjóri leigumála HMS kíkja til okkar í spjall um leigumarkaðinn.

Axel Kristinsson, sjálfstætt starfandi sagnfræðingur, ræður við okkur um upphaf stéttskiptingar á Íslandi. Hann heldur í dag erindi þar sem fjallað er um þá hugmynd Ísland hafi verið stéttlaust samfélag.

Ráðstefna um hugvíkkandi efni hefst formlega á fimmtudag. Við ræðum málið við Engilbert Sigurðsson,prófessor í geðlæknisfræði við og yfirlæknir á LSH og Söru Maríu Júlíudóttur sem fer fyrir ráðstefnunni.

Guðmundur Jóhannsson fer yfir fréttir úr heimi tækninnar.

Almarr Ormarsson, íþróttafréttamaður, verður á línunni frá Frakklandi í lok þáttar en íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætir sterku liði Frakka í kvöld.

Frumflutt

25. feb. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjónarmenn eru Hafdís Helga Helgadóttir og Atli Fannar Bjarkason.

Þættir

,