Morgunútvarpið

7. júl - Lindarhvoll, Akureyri, Allt sem flýgur og Hreimur

Skýrsla setts ríkisendurskoðenda um Lindarhvol og sölu fyrirtækisins á ríkiseigum leit loks dagsins ljós í gær þegar þingkona Pírata tók af skarið og birti skýrsluna. Málið er afskaplega snúið, og á því eru margar hliðar. Ein þeirra er ráðherraábyrgðin sem hvílir mögulega á málinu. Fjármálaráðherra hafði frumkvæði þeim lögum sem sett voru til tryggja fyrirkomulag sölunnar en um leið var sköpuð ákveðin armslengd á milli ráðuneytisins og Lindarhvols. Við ræddum ráðherraábyrgð við Hauk Loga Karlsson rannsóknarsérfræðing við sem hefur nýverið rannsakað slíka ábyrgð í íslenskum lögum.

Það verður sægur af fólki á Akureyri um helgina enda tvö risafótboltamót í bænum - minnsta kosti 10.000 manns bætast við íbúatölu bæjarins. Við heyrðum í Ásthildi Sturludóttur bæjarstýru um gleðina framundan.

við renndum líka yfir fréttir vikunnar eins og venjulega. Ráðgjafarnir og spekúlantarnir Kolbeinn Marteinsson og Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir kíktu til okkar.

Flughátíðin Allt sem flýgur fer fram á Hellu núna um helgina. Þar gefst tækifæri á kynnast fluginu með einstökum hætti. Svæðið er ein samfelld flugsýning frá föstudegi til sunnudags og verður hægt skoða vélarnar, setið við flugbrautina og fylgst með alls konar loftförum á svæðinu leika listir sínar. Það er Flugmálafélag Íslands sem stendur hátíðinni fyrir flugáhugafólk. Matthías Sveinbjörnsson forseti félagsins var á línunni hjá okkur.

Hreim Örn Heimisson þarf vart kynna. Hann hefur samið aragrúa laga sem þjóðin syngur á mannamótum og er t.d. fjöldi Þjóðhátíðarlaga sem hann hefur samið ótrúlegur. Okkur langar koma okkur í gott sumarskap inní helgina sem framundan er fengum því Hreim til taka lagið og hjálpa okkur með sumarskapið.

Tónlist

Birnir - Spurningar (ft. Páll Óskar).

GEORGE MICHAEL & ELTON JOHN - Don't Let The Sun Go Down On Me.

Curtis Mayfield - Move on Up.

SÁLIN HANS JÓNS MÍNS - Sól, Ég Hef Sögu Segja Þér.

CHICAGO - Saturday In The Park.

DONNA SUMMER - Bad Girls.

GDRN - Parísarhjól.

Hreimur Örn Heimisson - Dreymir (lifandi flutningur í beinni)

POST MALONE - Chemical.

Frumflutt

7. júlí 2023

Aðgengilegt til

6. júlí 2024
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir, Rúnar Róbertsson og Hulda G. Geirsdóttir.

Þættir

,