Morgunútvarpið

7. september - Er matvara dýr?, Dýrahald í fjölbýlum, rauðsokkur ofl.

Umsjón: Ingvar Þór og Hafdís Helga

Jón Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands og sérfræðingur í málefnum Rússlands, verður á línunni hjá okkur í upphafi þáttar. Við ræðum stöðuna í Úkraínu og Rússlandi en búist er við utanríkisráðherra Bandaríkjanna tilkynni um viðbótar framlag upp á einn milljarð Bandaríkjadala í tveggja daga heimsókn sinni til Úkraínu.

Finnur Oddsson, forstjóri Haga, spurði í Morgunblaðinu í gær hvort matur væri raunverulega dýr á Íslandi. Hann sagði færa mætti rök fyrir því það væri ódýrara fyrir heimafólk kaupa í matinn hérlendis en á flestum stöðum í Evrópu, minnsta kosti hlutfallslega miðað við útgjöld eða laun. Auður Alfa Ólafsdóttir, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ, mætir til okkar og fer yfir þróun á matarverði hér heima.

Um 54 prósent þjóðarinnar eru hlynnt því leyfa katta og hundahald í fjölbýli án þess tveir þriðju eigenda sem hafa sameiginlegan inngang eða stigagang, þurfi samþykkja það. 13 prósent eru hlutlaus en þriðjungur þeirra sem tók þátt í könnun Prósents um málið er andvígur. Við ræðum niðurstöður könnunarinnar, lögin í kringum dýrahald og deilur sem þeim tengjast við Sigurð Orra Hafþórsson, lögmann Húseigendafélagsins.

Nýlega birtu tveir læknar grein þar sem vakin var athygli á skaðsemi sólarvarnar og eftir standa foreldrar og fleiri uppi með spurninguna: eru börnin okkar betur sett án sólarvarnar? Baldur Tumi Baldursson húðlæknir ræðir þau mál við okkur.

Mikil aukning hefur orðið á krabbameinsgreiningum hjá ungu fólki á vesturlöndum síðustu þrjá áratugi. Sérfræðingar segja alkahól, tóbak og slæmt matarræði þar helst vera um kenna. En hvað eigum við borða til fara eftir nýjustu ráðleggingum. Þórhallur Halldórsson faraldsfræðingur við matvæla og næringarfræðideild ætlar fara yfir nýjar norrænar ráðleggingar um matarræði með okkur.

Þennan dag, 7. september, árið 1970 fundaði 20 kvenna framkvæmdanefnd íslensku rauðsokkuhreyfingarinnar í fyrsta sinn. Þar voru línurnar lagðar fyrir kvenréttindabaráttuna hér á landi. Í dag, rúmlega hálfri öld síðar verður haldið málþing sem beinir sjónum arfleifð hreyfingarinnar. Þar tekur Anna Gréta Rúdolfsdóttir til máls. Hún kemur til okkar og segir okkur frá sínum rannsóknum.

Frumflutt

7. sept. 2023

Aðgengilegt til

6. sept. 2024
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir, Rúnar Róbertsson og Hulda G. Geirsdóttir.

Þættir

,