Morgunútvarpið

Framburðaþróun, fjármál, ljósabekkjanotkun, útlendingamál, blóðferlarannsóknir og brennivínslandið Ísland.

Ásgrímur Angantýsson, prófessor í íslensku við Háskóla Íslands, var gestur okkar í upphafi þáttar. Hann hefur undanfarið rannsakað stöðu norðlenskra og sunnlenskra framburðarafbrigða.

Björn Berg Gunnarsson mætti með sitt hálfsmánaðarlega fjármálahorn.

Geislavarnir ríkisins greindu frá því í gær um átta próesnt ungmenna á aldrinum 12 til 17 ára hafi notað ljósabekk einu sinni eða oftar á síðasta ári, en átján ára aldurstakmark er á notkun slíkra bekkja hér á landi. Við ræddum við Eddu Línu Gunnarsdóttur, sérfræðing hjá Geislavörnum.

Ríkisstjórnin hefur sammælst um aðgerðir í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd, flóttafólks og innflytjenda. Bryndís Haraldsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir komu til okkar ræða nálgunina og hvað í henni felst.

Ragnar Jónsson blóðferlasérfræðingur hjá lögreglunni kíkti til okkar. Hann var í vikunni kjörinn forseti Evrópudeildar IABPA samtakanna sem eru samtök blóðferlasérfræðinga á heimsvísu.

Hugvísindaþing verður haldið í byrjun næsta mánaðar og þar á meðal annars ræða áfengisneyslu á Íslandi í sögulegu ljósi. Við ræddum við tvö þeirra sem taka þátt í málstofunni Ísland - Brennivínsland, sagnfræðingana Stefán Pálsson sem fjallar um áfengisbannið og þróun á löggjöfinni, og Ragnhildi Hólmgeirsdóttur sem beinir sjónum sínum drykkjuskap og áhrif hans á þyngd dóma á átjándu öld, og við speglum þetta allt saman við samtímann.

Tónlist:

Steed Lord - Curtain Call.

Una Torfadóttir - Þú ert stormur.

Flott - Með þér líður mér vel.

Manic street preachers - A Design for Life.

YG Marley - Praise Jah In the Moonlight.

Jaakko Eino Kalevi - Emotions in Motion.

Frumflutt

22. feb. 2024

Aðgengilegt til

21. feb. 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir, Rúnar Róbertsson og Hulda G. Geirsdóttir.

Þættir

,