Morgunútvarpið

11. okt. - Hjólaskautar, sjónlýsing, Ísrael, stjórnmál, heilbrigði ofl

Alvöru gamaldags hjólaskautar eru ekkert endilega gamaldags enda hellingur af fólki sem fer reglulega á hjólaskauta. Ein þeirra er Margrét Hólmgeirsdóttir en hún er ein þeirra sem halda utan um Hjólaskautafélagið og hjólaskautahöllina í Reykjavík. Margréti sagði okkur betur frá hjólaskautalífinu og hjólaskautaati.

stendur yfir svokölluð sjónlýsingarvika á vegum Blindrafélagsins og samstarfsaðila, en alþjóðlegi sjónverndardagurinn er á morgun og dagur hvíta stafsins á sunnudaginn kemur. Við fengum Rósu Maríu Hjörvar varaformann Blindrafélagsins til okkar og fengum vita meira um sjónlýsingar, mikilvægi þeirra og það sem er um vera þessa vikuna.

Í gær kom hópur Íslendinga heim eftir afdrifaríka för til Ísrael þar sem áhugaverð skemmtiferð breyttist í ógnvekjandi dvöl á stríðssvæði og hálfgerðan flótta heim. Ingvar Pétur Guðbjörnsson, einn ferðamannanna sem fóru í þessa ferð, settist hjá okkur og sagði okkur af þessari taugatrekkjandi heimferð og lýsti aðstæðum.

Við röktum atburðarás gærdagsins og hvað er líklegt gerist í framhaldi af afsögn Bjarna Benediktssonar sem fjármálaráðherra. Freyr Gígja Gunnarsson fréttamaður sem hefur legið yfir þessum málum kom til okkar, ræddi stöðuna og sagði okkur frá nýju hlaðvarpi á vegum fréttastofunnar, en í fyrsta þætti fer Freyr yfir þessi mál og hlustendur Morgunútvarpsins heyra.

Við fengum Davíð O. Arnar yfirlækni hjartalækninga á Landspítalanum og prófessor við Læknadeild Heilbrigðisvísindasviðs til okkar til ræða áhugaverð tækifæri í þróun heilbrigðisþjónustu, en heilbrigðisþjónustan stendur frammi fyrir fjölmörgum áskorunum um þessar mundir, m.a. öldrun þjóðarinnar, fjölgun einstaklega með langvinna sjúkdóma, dýrari lyf og tæki og svo ekki minnst á manneklu í heilbrigðisgeiranum.

Forsvarsmenn Samtaka um réttindi barna á flótta segjast þekkja fjölmörg dæmi um börn á grunnskólaaldri séu hér á landi svo mánuðum skiptir án þess ganga í skóla. Börn eiga rétt á skólavist hér á landi óháð lagalegri stöðu foreldra. Þrjú sveitarfélög koma þessum málum, en Dagbjört Ásbjörnsdóttir, verkefnastjóri fjölmenningar í grunnskóla- og frístundastarfi hjá Reykjavíkurborg fór yfir stöðuna í þessum málum í borginni.

Tónlist:

Vök - Ég bíð þín.

Mahmood - Soldi.

Björk - Venus as a boy.

Mugison - É dúdda mía.

Toto - Hold the line.

Nýdönsk - Klæddu þig.

Frumflutt

11. okt. 2023

Aðgengilegt til

10. okt. 2024
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir, Rúnar Róbertsson og Hulda G. Geirsdóttir.

Þættir

,