Morgunútvarpið

1. ágú - UMFÍ, útivist, ríkisgreiðslur, ETIAS og tæknin

Unglingalandsmót UMFÍ verður á Sauðárkróki um verslunarmannahelgina en mótið hefur verið haldið frá því árið 1992 víða um land. Boðið er upp á 18 keppnisgreinar fyrir þátttakendur 11-18 ára og svakalegan fjölda af greinum sem ekki verður keppt í heldur fólki leyft prófa og leika sér í. Tónleikar verða á hverju kvöldi með stjörnum landsins. Til segja okkur frekar frá heyrðum við í Pálínu Ósk Hraundal en hún er verkefnastjóri Unglingalandsmóts UMFÍ.

Körlum fer fækkandi í útivist á Íslandi mati Róberts Marshall ferðagarps - eða minnsta kosti í hlutfalli við konur sem hann segir hafi átt í þögulli byltingu á fjöllum og náð hverju takmarkinu á fætur öðru. Hann hefur því sett á fót útivistarnámskeið, eða hreyfinga- og ævintýrabræðralag fyrir karla, sem nefnist Þjáningarbræður. Róbert kom til okkur tala um kalla á fjöllum.

Stjórnvöld stefna ótrauð því þróa íslenska smágreiðslulausn, eins og greiðslukort, sem er óháð erlendum eigendum og áhrifum. Í Morgunblaðinu í gær er farið yfir umsagnir hagsmunaaðila á borð við Rapyd og Landsbankann sem gjalda varhug við þessum áformum og segja meðal annars með þessu muni inngrip hins opinbera á markaði vera umtalsverð til þess lækka kostnað á markaði. Við fræddumst um þessi áform og áhyggjur hagsmunaaðilanna við Gunnar Jakobsson varaseðlabankastjóra fjármálastöðuleika.

Íslendingar sem ferðast hafa til Bandaríkjanna þekkja vel hið mjög svo leiðitama ESTA kerfi, en án slíkrar ferðaheimildar er fólki ekki heimild för um landamærin. stendur til Ísland taki upp samskonar kerfi sem á heita ETIAS og verður samtímis tekið upp í Rúmeníu, Búlgaríu og Kýpur. Við ræddum málið við Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar.

og í lok þáttar kom okkar allra besti Guðmundur Jóhannsson, tæknispekúlant Morgunútvarpsins, og leiddi okkur í allan sannleikann um nýjustu græjurnar, snjalllausnirnar eða ógnir internetsins.

Tónlist

EGILL ÓLAFSSON - Ekkert Þras.

SPICE GIRLS - Viva Forever.

HELGI JÚLÍUS & VALDIMAR GUÐMUNDSSON - Þú ert mín.

KRUMMI & SOFFÍA BJÖRG - Bona fide.

CAROLINE POLACHECK - Smoke.

KLASSART - Gamli Grafreiturinn.

THE DANDY WARHOLS - Bohemian Like You.

GRAFÍK - Húsið Og Ég.

Frumflutt

1. ágúst 2023

Aðgengilegt til

31. júlí 2024
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir, Rúnar Róbertsson og Hulda G. Geirsdóttir.

Þættir

,