Morgunútvarpið

15. nóv. - Varnargarðar, niðurskurður, fjármál, matvælaráðherra, plast

Hvaða vit er í því byggja varnargarða til varnar gosi sem ekki er vitað hvort eða hvar kemur upp, hvert kvikan streymi eða hvort hreinlega geti gosið innan varnargarðanna sjálfra? Við hófum þáttinn á því fara yfir það og stöðu mála á Reykjanesskaganum samkvæmt nýjustu gögnum með Freysteini Sigmundssyni jarðeðlisfræðingi.

Fyrirhugaður er niðurskurður um rúmlega milljarð á framlögum til sjóða sem styrkja rannsóknarstarf háskólanna. Niðurskurðurinn nemur því sem áætla mætti sem 70 ársverk doktorsnema. Vissulega þarf aðhald á erfiðum tímum og víða er skorið niður, en hvaða þýðingu gæti þetta haft til lengri tíma? Við ræddum málið við Ernu Magnúsdóttur dósent og Eirík Steingrímsson prófessor, sem bæði eru vísindamenn við Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands.

Við kynntum til leiks nýjan fastan lið hér í Morgunútvarpinu. Annan hvern miðvikudag ætlar Björn Berg Gunnarsson fjármálaspekúlant ræða við okkur um sitthvað gagnlegt og áhugavert tengt peningum og í dag voru það lánamál heimilanna.

Matvælaþing fer fram í annað sinn á eftir. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra boðar til þingsins sem haldið verður í Silfurbergi í Hörpu. Þar verður hringrásarhagkerfið meginviðfangsefni. Svandís kom til okkarog ræddi það og ýmislegt fleira.

Við eigum getað minnkað plastrusl í hafi um 80 prósent fyrir árið 2040 en einhvern veginn gengur lítið í þeim málum. Í næstu viku verður haldin alþjóðleg ráðstefna í Hörpu um plast í hafi á norðurslóðum í annað sinn. Tilgangurinn er ekki síst undirritun sáttmála um taka höndum saman í átt hreinna hafi. Magnús Jóhannesson, formaður vísindanefndar ráðstefnunnar kom til okkar.

Lagalisti:

Birkir Blær - Thinking Bout You.

TRAVIS - Flowers In The Window.

THE BEATLES - I'll Follow The Sun.

Jónfrí - Aprílmáni.

BRÍET & ÁSGEIR - Venus.

Laufey, Beabadoobee - A Night To Remember.

SÍÐAN SKEIN SÓL - Geta pabbar ekki grátið?

FIRST AID KIT - Emmylou.

R.E.M. - Supernatural Superserious.

Frumflutt

15. nóv. 2023

Aðgengilegt til

14. nóv. 2024
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir, Rúnar Róbertsson og Hulda G. Geirsdóttir.

Þættir

,