Morgunútvarpið

Grænland, skautun, Kate, sirkús og mygla

Það eru kannski ekki margir sem geta raunverulega sagst hafa látið sig hverfa af landi brott með sirkusnum en Margrét Erla Maack getur það sannarlega. Hún fer brátt ljúka sirkusferðalagi sínu en var á línunni frá Kaupmannahöfn í byrjun þáttar.

Inga Dóra Guðmundsdóttir var á línunni frá Grænlandi eftir fréttayfirlitið hálf átta en við fengum í gær fréttir af því 143 grænlenskar konur hafi stefnt danska ríkinu vegna svokallaðrar lykkjuherferðar.

Við ræddum síðan skautun við Finn Ulf Dellsén, prófessor í heimspeki, sem nokkuð hefur fjallað um þau mál undanfarið. Við spyrjum hvort skautun viðhorfa óhjákvæmileg í nútíma samfélagi.

Mikið hefur verið rætt um fjarveru Kate Middleton, Katrínar prins­essunnar af Wales. Hún hafði ekki sést frá áramótum, allt þar til dró til tíðinda í gær þegar hún sást í framsætinu á bíl. Ótal kenningar eru uppi um hvað gæti útskýrt hvers vegna prinsessan hvarf sviðsljósinu í svo langan tíma. Anna Lilja Þórisdóttir fréttamaður og hirðspegúlant kom til okkar í spjall um málið.

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt fyrirtæki og tryggingafélag til greiða konu sem þar vann skaðabætur vegna heilsutjóns sem hún varð fyrir vegna mygli, en það er líklega í fyrsta skipti sem skaðabótaábyrgð er viðurkennd í máli sem þessu. Við ræddum við Björgvin Þórðarson, lögmann hjá Bótarétti, sem flutti málið fyrir hönd konunnar.

Sævar Helgi Bragason, vísindasérfræðingur Morgunútvarpsins, var hjá okkur í lok þáttar, venju samkvæmt.

Frumflutt

5. mars 2024

Aðgengilegt til

5. mars 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir, Rúnar Róbertsson og Hulda G. Geirsdóttir.

Þættir

,