Morgunútvarpið

31. ágúst - Sjávarútvegur, hvalveiðar og Kuldi

Viðamikil skýrsla, Auðlindin okkar - sjálfbær sjávarútvegur, var kynnt í vikunni. Við ræddum niðurstöður skýrslunnar og mögulegar breytingar á sjávarútvegskerfinu við Þórólf Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, sem skrifaði kafla um sátt í sjávarútvegi í skýrslunni.

Við ræddum flugreksturinn og framtíðarhorfur þar sem og hækkandi miðaverð því er virðist eða hvað? Í nýjustu mælingu á vísitölu neysluverðs hefur verð á flug­far­gjöld­um til út­landa lækkaði um 8,4%. Við ræddum þetta og líka skemmtilega frétt frá Play um starfsfólk fyrirtækisins í háloftunum er tilnefnt hjá USA Today sem áhöfn ársins! Birgir Jónsson forstjóri flugfélagsins Play kom til okkar.

Matvælaráðherra hyggst greina frá ákvörðun sinni um framhald hvalveiða loknum fundi ríkisstjórnarinnar á Egilsstöðum í dag. Ritari Sjálfstæðisflokksins útilokar ekki flokkurinn myndi styðja vantrauststillögu á hendur matvælaráðherra, ef hvalveiðibann hennar reynist ólöglegt, og sagði afstaðan gæti ráðist af því hvort bannið verði framlengt. Við ræddum ólguna innan ríkisstjórnarinnar og möguleg áhrif ákvörðunar Svandísar Svavarsdóttur í dag á flokkana við Ólaf Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði.

Hlutfall vinnandi stúdenta hér á landi er hátt í samanburði við önnur Evrópulönd, það er um 70 prósent og þrír af hverjum fjórum vinnandi stúdentum segjast ekki hafa efni á vera í námi án þess vinna. Maggi Snorrason, nemandi við Háskóla Íslands, benti á þetta í grein sem hann skrifaði á Vísi þar sem hann segir yfirvöld hafa brugðist í styðja nægilega við stúdenta og þannig komið í veg fyrir stúdentar nái fullnýta námið sitt. Maggi var gestur okkar hálf níu.

íslensk kvikmynd, Kuldi, sem er byggð á sögu eftir Yrsu Sigurðardóttur verður frumsýnd á morgun. Með aðalhlutverk fara Jóhannes Haukur Jóhannesson, Elín Hall, Selma Björnsdóttir, Mikael Kaaber, Sara Dögg Ásgeirsdóttir og Halldóra Geirharðsdóttir. Leikstjóri er Erlingur Óttar Thoroddsen en hann hefur meðal annars gert myndirnar Rökkur og Child Eater, sem fór sigurför um hrollvekjuheiminn og var meðal annars valin til taka þátt í Horror Night á Stockholm International Film Festival. Erlingur Óttar Thoroddsen og leikarann Mikael Kaaber koma til okkar.

DAÐI & GAGNAMAGNIÐ - 10 Years (Ísland Eurovision 2021).

GWEN STEFANI - True Babe.

CHRISTINE AND THE QUEENS - A day in the Water.

SISTER SLEDGE - He's the greatest dancer.

MUMFORD & SONS - The Cave.

Elín Hall - Rauðir draumar (fyrir kvikmyndina "Kuldi").

Frumflutt

31. ágúst 2023

Aðgengilegt til

30. ágúst 2024
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir, Rúnar Róbertsson og Hulda G. Geirsdóttir.

Þættir

,