Morgunútvarpið

18. júlí - Vatnaskógur 100ára, kynþáttaníð í knattspyrnu og kisutennur

Í ár verður Vatnaskógur 100 ára. Þar hefur KFUM starfrækt sumarbúðir fyrir drengi og margir komið þar við á þessum hundrað árum. Skógarmenn er félagið sem af hugsjón rekur Vatnaskóg fyrir æsku landsins. Í tilefni af hundrað ára afmælinu stefna Skógarmenn því safna 1.000 krónum fyrir hvern dag í 100 ára sögu staðarins fyrir lok afmælisársins 2023. Nói Pétur Ásdísarson Guðnason veit allt um þessa söfnun og var á línunni.

Og við fengum póstkort frá Hljóðvegi 1 í dag en Jóhann Alfreð Kristinsson vafraði um Akranes með Guðríði Haraldsdóttur, eða Kaffi Gurrý, og flækingurinn endaði í Einarsbúð þar sem heimamenn gera oft innkaup. Búðin hefur verið í rekstri í hartnær 90 ár. Jóhann ræddi við kaupmannshjónin Einar Jón Ólafsson og Ernu Sigríði Guðnadóttur.

Það var mikil eftirvænting í loftinu þegar sonur Ingvars Arnar Sighvatssonar klæddi sig í sokkana á N1 mótinu og ætlaði spila knattspyrnu með félögum sínum. Það fór þó ekki betur en svo hann varð fyrir kynþáttaníði á vellinum en sonur Ingvars á mömmu sem er svört og pabba sem er hvítur. Ingvar Örn kom til okkar til ræða betur þessa afar neikvæðu upplifun sonar síns á móti.

Í dag kom til okkar fyrsti og eini íslensku dýrahjúkrunarfræðingurinn með áherslu á tannumhirðu dýra. Hún veit allt um það hvernig á hirða um tennur hunda og katta en þessi nýútskrifaði tanndýrahjúkrunarfræðingur vinnur á dýraspítalanum í Garðabæ og heitir Sigurbjörg Jóhanna Gísladóttir.

Og til fara yfir nýjustu græjurnar og fræða okkur um nýja tækni kom Guðmundur Jóhannsson til okkar eins og hann gerir annan hvern þriðjudag.

Tónlist

Una Torfadóttir - Fyrrverandi.

Moses Hightower - Stutt skref.

MÅNESKIN - Beggin'.

GDRN - Parísarhjól.

Del Rey, Lana - Doin' Time (Explicit).

PÁLL ÓSKAR - Galið Gott.

RAZORLIGHT - America.

TOPLOADER - Dancing In The Moonlight.

MANU CHAO - Me Gustas Tu.

Frumflutt

18. júlí 2023

Aðgengilegt til

17. júlí 2024
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir, Rúnar Róbertsson og Hulda G. Geirsdóttir.

Þættir

,