Morgunútvarpið

4. júlí - flokkun sorps, hælisleitendur og innviðir, Vogar, Tjarnarbíó

Unnið hefur verið því í sumar innleiða nýtt og samræmt flokkunarkerfi úrgangs í Reykavíkurborg í samvinnu við nágrannasveitarfélögin. Búið er dreifa nýjum tunnum, körfum og pokum til rúmlega 14.500 heimila í borginni. Telst það vera rúmlega fjórðungur þeirra 55.000 heimila í borginni sem Sorphirða Reykjavíkur þjónustar. Alls er dreift tunnum til um 650 heimila á dag. En hefur verið tilkynnt tímasetningar á dreifingunni breytist. Hverfi sem áttu tunnur síðast eru næst á dagskrá. Við ræddum þessa breytingar við Guðmund B. Friðriksson skrifstofustjóra skrifstofu umhverfisgæða hjá Reykjavíkurborg.

Innviðir landsins eru ekki sprungnir vegna fjölgunar í hópi hælisleitenda, mati Marínar Þórsdóttur deildarstjóra höfuðborgardeildar Rauða krossins á Íslandi. Hún segir fjárfesting í flóttafólki skili sér margfalt til baka til samfélagsins og það því þess virði staldra við og skipuleggja framtíðina í þeim efnum. Marín var gestur okkar í dag.

Á föstudaginn skrifuðu Landsnet og sveitarfélagið Vogar undir samkomulag sem leysti hnútinn sem var á framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2. Til ræða þetta samkomulag og hvað það þýðir fyrir Voga og framtíð sveitarfélagsins kom bæjarstjórinn Gunnar Axel Axelsson til okkar.

Leikarinn og leikstjórinn Guðmundur Felixson stofnaði til undirskriftasöfnunar í júní til stuðnings Tjarnarbíó en fjármögnun næsta leikárs ekki fyrir og stefndi í lokun leikhússins sem hefur verið griðastaður fyrir sjálfstæða leikhópa. Guðmundur kom einmitt til okkar í Morgunútvarpið og leyst ekkert á blikuna. En í gær bárust fréttir af því búið væri finna lausn til ekki þyrfti koma til lokunnar næsta sýningavetur. Sara Martí Guðmundsdóttir er leikhússtýra Tjarnarbíós og hún var á línunni hjá okkur um hálf níu.

Og í lok þáttar kom Guðmundur Jóhannsson til okkar og fór yfir það helsta í tæknimálum heimsins.

Tónlist

HJÁLMAR - Hættur anda.

GERRY RAFFERTY, GERRY RAFFERTY - Baker Street.

BUBBI MORTHENS - Ennþá er tími.

CELEBS - Bongó, blús & næs.

UNUN - Lög Unga Fólsins.

BEYONCE - Love On Top.

KLASSART - Flugmiði aðra leið.

SPICE GIRLS - Say You'll Be There.

TRAVIS - Side.

Frumflutt

4. júlí 2023

Aðgengilegt til

3. júlí 2024
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir, Rúnar Róbertsson og Hulda G. Geirsdóttir.

Þættir

,