Morgunútvarpið

19. júní - illska, ráðherraskipti, forsetafrú og bleikjuskortur

Prag Feræringurinn er stærsta og virtasta alþjóðlega leikhús- og sviðshönnunarhátíð í heimi og heimsækja hana um 100.000 gestir frá öllum löndum og eigum við íslendingar okkar fulltrúa þar. Listakonan Brynja Björnsdóttir var á línunni frá Prag og ætlar segja okkur frekar frá verkinu sínu, viðbrögðum og hátíðinni sjálfri.

Bleikju í Eyjafirði hefur fækkað verulega á undanförnum árum og þau sem rýna í stöðuna búast við því hitnandi loftslag og ofveiði um kenna. Sigmundur Einar Ófeigsson áhugamaður um verndun íslensks lífríkis hefur rýnt í tölurnar og vill gripið verði til aðgerða sem fyrst til vernda bleikjustofninn á svæðinu. Við hringdum norður.

Fljótlega eftir þættinum lýkur halda ráðamenn á Bessastaði til fundar við forseta Íslands og setjast við ríkisráðsborðið svo Guðrún Hafsteinsdóttir, oddviti Sjálfstæðisfólks í suðurkjördæmi, geti loksins tekið við dómsmálaráðuneytinu. Guðrún hefur beðið töluvert og þrýst mikið á formann flokksins um þessa innáskiptingu en hver er Guðrún og fyrir hvað stendur hún? Verður stefnubreyting innan dómsmálaráðuneytisins við innáskipti hennar fyrir Jón Gunnarsson sem óhætt er segja hafi ekki setið auðum höndum þann tíma sem hann hefur verið dómsmálaráðherra? Við spáðum í framtíðina með Stefaníu Óskarsdóttur stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands.

Illskan á sér allskyns birtingarmyndir og er svo komið við erum orðin svo vön hversdagslegri illsku á borð við rekstur iðnaðarsláturhúsa og mengandi stóriðju við berum ekki lengur kennsl á hana. Nýjasta tölublað Ritsins, tímarits hugvísindadeildar Háskólans, er tileinkað illsku og þar skrifar Sigríður Þorgeirsdóttur prófessor í heimspeki meðal annars um þessar hversdagslegu birtingarmyndir illskunnar.

Eliza Reid forsetafrú er stödd í Berlín á heimsleikum Special Olympics þar sem Ísland á fjölda þátttakenda. Við spjölluðum við Elizu Reid um þá þátttöku og einnig 19. júní en í dag eru 108 ár síðan íslenskar konur fengu kosningarétt.

Við gerðum upp íþróttir helgarinnar eins og alltaf á mánudögum með Helgu Margréti Höskuldsdóttur.

Tónlist

Bubbi Morthens - Velkomin.

CAROLE KING - It's Too Late.

STEVIE WONDER - Master Blaster (Jammin').

PRINS POLO - Líf ertu grínast.

Helgi Björnsson - Ég fer á Land Rover frá Mývatni á Kópasker.

Miley Cyrus - Jaded.

FLOTT - L'amour.

BOB MARLEY AND THE WAILERS - Is This Love.

200.000 NAGLBÍTAR - Hæð Í Húsi.

Frumflutt

19. júní 2023

Aðgengilegt til

18. júní 2024
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir, Rúnar Róbertsson og Hulda G. Geirsdóttir.

Þættir

,