Morgunútvarpið

15. ágúst - Askja, Húnavallaleið, maraþon og mótorhjól

Umsjón: Rúnar Róbertsson og Felix Bergsson

Greint var frá því í fréttum í gær megnan brennisteinsþef leggi upp úr Öskju. Þetta hafði fréttastofa RÚV eftir flugmanni hjá Mýflugi, sem flaug yfir Öskju í útsýnisflugi í gær. Við hringdum í Kristínu Jónsdóttur náttúruvásérfræðing hjá Veðurstofunni og spurðum hvort Askja fara af stað.

Snjallræði stendur fyrir umræðufund þar sem sérfræðingar og frumkvöðlar munu ræða um samfélagslega nýsköpun og starf vaxtarýmisins. Snjallræði er verkefni sem hefur það markmiði ýta undir samfélagslega nýsköpun. Í hádeginu í dag ætlar Bergur Ebbi og frumkvöðlar fjalla um samfélagslega nýsköpun. Til segja okkur hvað samfélagsleg nýsköpun er komu til okkar þær Pia Hansson hjá Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og Alma Dóra Ríkarðsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Heima.

Njáll Trausti Friðberts­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, mun leggja fram þings­álykt­un­artil­lögu þess efn­is svo­kallaða Húna­valla­leið á sam­göngu­áætlun fyr­ir árin 2024-2038, en þessi veg­lína er ekki á áætl­un núna. Hvaða viðbrögð hefur hann fengið við þessari ætlun sinni, bæði með og á móti. Njáll Trausti var á línunni hjá okkur.

Við ætlum skyggnast aðeins inní heim mótorhjólanna og þeirra sem haldin eru mótorhjólaástríðunni. Fjöldi fólks æfir og keppir í mótorhjólakappakstri undir merkjum MSÍ - Mótorhjóla og snjósleðasambandi Íslands, innan ÍSÍ og fara æfingar og keppnir fram á kappakstursbraut Kvartmíluklúbbsins í Hafnarfirði. Starfið vex ár frá ári. Svo eru allnokkrir sem eru með kappaksturshjól úti á Spáni, þar sem æft er á veturna. Ingólfur Snorrason hjá Kvartmíluklúbbnum er einn þeirra sem er með mótorhjólabakteríuna og hann kom í morgunkaffi.

Á laugardaginn fer fram Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka eins og alltaf samhliða Menningarnótt í Reykjavík. Þáttakan er góð og er til mynda uppselt í hálfmaraþonið. Við fengum til okkar Hrefnu Hlín Sveinbjörnsdóttur sem fer fyrir hópnum sem skipuleggur hlaupið.

Og þá kom Guðmundur Jóhannsson í lok þáttar og talaði um nýja samvinnu Apple og Samsung.

Lagalisti:

ELLEN KRISTJÁNSDÓTTIR - Veldu stjörnu (ft. John Grant).

STEPHEN SANCHEZ - Until I Found You.

BRUNALIÐIÐ - Ég Er Á Leiðinni.

OLIVIA RODRIGO - Vampire.

ÁSGEIR TRAUSTI - Heimförin.

OJBA RASTA - Ég veit ég vona.

JÚLÍ HEIÐAR & KRISTMUNDUR AXEL - Ég er.

MAMMÚT - Rauðilækur.

Frumflutt

15. ágúst 2023

Aðgengilegt til

14. ágúst 2024
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir, Rúnar Róbertsson og Hulda G. Geirsdóttir.

Þættir

,