Morgunútvarpið

20. sept. - Úkraína, öldrun, gullgröftur, hvalveiðar o.fl.

Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari og listamaður, var á línunni frá Kharkiv í Úkraínu, en hann hefur verið mynda í Donbas undanfarið, þar á meðal í Kostiantynivka þar sem talið er slysaskot eldflaugar úkraínska hersins hafi valdið miklu tjóni á dögunum, en a.m.k. 16 manns fórust og tugir særðust.

Lífaldur þjóðarinnar jafnt og þétt, en hlutfallslega mun öldruðum fjölga um nærri 50 prósent næstu 15 árin á meðan gert er ráð fyrir þjóðinni fjölgi um 18 prósent. Þetta skapar ótal áskoranir, ekki síst í heilbrigðis- og félagslegsþjónustunni. Halla Thoroddsen, forstjóri Sóltúns heilbrigðisþjónustu, kom til okkar og ræddi framtíð öldrunarþjónustu.

Bandaríkin og Íran skiptust í vikunni á fimm föngum hvor samkvæmt samkomulagi milli ríkjanna en gagnrýnendur segja ákvörðunina hvetja Írani til halda áfram handtaka erlenda ríkisborgara. Við ræddum þessi umdeildu fangaskipti við Kjartan Orra Þórsson, kennara við Háskóla Íslands, og sérfræðing í málefnum Írans.

Gullgröftur á Grænlandi kann hljóma eins og titill á Tinnabók og hér á landi eru væntanlega ekki margir sem geta státað af starfsheitinu gullgrafari. Eldur Ólafsson titlar sig svo sem kannski ekki sem slíkan en hann stýrir auðlindafyrirtækinu Amaroq Minerals sem heldur á víðtækum rannsóknar- og vinnsluheimildum á Grænlandi. Fyrirtækið flyst á aðalmarkað Kauphallarinnar um þessar mundir og er sagt í sterkri stöðu. Eldur var gestur okkar.

Frumvarp um bann við hvalveiðum verður tekið fyrir á Alþingi í dag en lagt er til hvalir verði færðir undir verndarvæng villidýralaga í frumvarpinu. Við töluðum við Andrés Inga Jónsson, fyrsta flutningsmann frumvarpsins.

Fréttaskýringaþátturinn Kveikur fjallaði um það í gær af þeim rúmlega 30.000 erlendu ríkisborgurum sem hér búa nýttu aðeins 4.130 þeirra atkvæðarétt sinn í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Sum í hópi innflytjenda vissu ekki af kosningunum þrátt fyrir hafa kosningarétt og öðrum þykir stjórnmálafólk aðeins huga innflytjendum rétt fyrir kosningar. Við ræddum þessi mál og hvað hægt gera til breyta þessu við Jasminu Crnc, sérfræðing og ráðgjafa í málefnum innflytjenda og flóttafólks.

Tónlist:

SÍÐAN SKEIN SÓL - Halló, Ég Elska Þig.

THE COMMON LINNETS - Calm After The Storm (Eurovision 2014 Holland).

LANA DEL RAY - Say Yes to Heaven.

HIPSUMHAPS - Hjarta.

CHAKA KHAN - Ain't nobody.

FRIÐRIK DÓR - Bleikur og blár.

MARK KNOPFLER - Beryl.

GDRN - Parísarhjól.

BLUR - The universal.

Frumflutt

20. sept. 2023

Aðgengilegt til

19. sept. 2024
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir, Rúnar Róbertsson og Hulda G. Geirsdóttir.

Þættir

,