Morgunútvarpið

3. júlí - blóðmerar, fjársvik, lyfjaleyfi og vinnuréttur

Við hófum leika með því heyra nýjustu tíðindi frá Múlakvísl og rafleiðni úr Kötlujökli. Hildur María Friðriksdóttir var á línunni frá Veðurstofunni.

Vísbendingar eru um þrátt fyrir einörð gagnrýni á blóðmerarhald hér á landi, hafi tímabundið haft áhrif á iðnaðinn, þá útflutningur á þeim afurðum sem unnar eru úr blóðinu aftur kominn á fullt. Systkinin og dýraverndaráhugafólkið Guðrún og Jón Scheving Thorsteinsson fylgjast náið með blóðmerarhaldinu og iðnaðinum í kringum fyrirtækið Ísteka, og komu til segja betur frá uppgvötunum sínum.

Fyrir helgi sneri Hæstiréttur við dómi Landsréttar þar sem úrskurðað var trans fólk, og annað fólk með svokallað kynmisræmi, væri ekki haldið sjúkdómi og hefði því ekki rétt á veikindarétti þegar það færi í kynstaðfestandi aðgerðir. Dómurinn er afturför mati lögmannsins sem sótti málið fyrir hönd umbjóðanda síns og ber merki úreltra viðhorfa mati hennar. Lögmaðurinn, Maj-Britt Hjördís Briem, var gestur þáttarins.

Fólk sem glímir við taugahrörnunarsjúkdóminn SMA hefur þrátt fyrir baráttu sína og orðaðan velvilja heilbrigðisráðherra, ekki fengið lyfin Spinraza og Evrysdi afgreidd í gegnum Lyfjastofnun og Lyfjaeftirlitið. Önnur Norðurlönd hafa samþykkt lyfin til notkunar fyrir fullorðið fólk en hér á landi berast afar misvísandi upplýsingar um hvort málið yfir höfuð til skoðunar hjá íslenskum heilbrigðisstofnunum. Lyfið gæti skipt sköpum fyrir fólk sem er þegar orðið hreyfihamlað vegna sjúkdómsins. Ísak Sigurðsson, baráttumaður fyrir samþykkt lyfsins, kom til ræða málið.

Og nokkrir Íslendingar virðast hafa orðið fyrir fjársvikum í tengslum við byggingu nýrra sumarhúsa en framleiðandi sumarhúsanna hefur ekki staðið við neina samninga þrátt fyrir hafa átt í amk 90 milljón króna viðskiptum á Íslandi. Árni Björn Björnsson veitingamaður á Sauðárkróki er einn þeirra sem virðist hafa verið svikinn um stórfé og sagði betur frá málinu.

og sportið var sjálfsögðu á sínum stað. Kristjana Arnarsdóttir íþróttafréttakona var gestur þáttarins.

Frumflutt

3. júlí 2023

Aðgengilegt til

2. júlí 2024
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir, Rúnar Róbertsson og Hulda G. Geirsdóttir.

Þættir

,