Morgunútvarpið

27. jún - reiðhjól, körfubolti og salan á Íslandsbanka

Alþjóðleg reiðhjóla ofurkeppni verður haldin á Vestfjörðum í vikunni og tekur fimm daga. Þar munu um 80 manns víðsvegar úr heiminum hjóla nærri 1000 km í fjórum leggjum á fimm dögum um 250 km á dag. Halldóra Björk Norðdahl veit allt um málið og var á línunni hjá okkur.

Við ræddum söluna á Íslandsbanka en traust á bankakerfið okkar var einn af stóru umræðupunktunum eftir sátt bankans við Fjármálaeftirlitið var kynnt í gær þar sem lögbrot voru viðurkennd og vinahygli og spilling opinberaðist almenningi. Við töluðum um traust og tortryggni við Jón Þór Sturluson, hagfræðingur, deildarforseti og fyrrverandi aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins en hann kom jafnframt skýrslu Ríkisendurskoðunnar um sama mál.

Sævar Helgi Bragason kom með Vísindahornið sitt til okkar eftir átta fréttir þessu sinni. Hann ætlar tala um innfall stjarna sem er svipað og gerðist fyrir kafbátinn við Titanic, hvernig við höfum fært möndul jarðar vegna áveitu og nýjan þrívíddar geimsjónauka.

Mikill kostnaður hlýst af þátttöku í yngri landsliðum Íslands sem fellur beint á unga fólkið okkar. Dæmi eru um hver og einn leikmaður þurfi afla sér um 600 þúsund króna til komast með landsliði á stórmót í handbolta. KKÍ heldur úti átta landsliðum og nemur heildarkostnaður af yngri landsliðsstarfi á þessu ári um 80 milljónum og af því þurfa leikmenn og fjölskyldur þeirra greiða 45 til 50 milljónir í ferða- og fæðiskostnað. Þá greiðir KKÍ um 30-35 milljónir af kostnaðinum. Það vekur óneitanlega upp þá spurningu hvort við viljum velja eigi í unglingalandslið út frá efnahag. Hannes Sigurbjörn Jónsson, fræmkvæmdarstjóri KKÍ og nýskipaður varaforseti FIBA Europe kom til okkar til ræða þessi mál og fleiri.

Tónlist

GDRN - Áður en dagur rís (ft. Birnir).

GOSI & SALÓME KATRÍN - Tilfinningar.

FELDBERG - Don't Be A Stranger.

DAÐI FREYR - Whole Again.

LEAVES - Parade.

ELVIS PRESLEY - Suspicious Minds.

STEVIE WONDER - Sir Duke.

Frumflutt

27. júní 2023

Aðgengilegt til

26. júní 2024
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir, Rúnar Róbertsson og Hulda G. Geirsdóttir.

Þættir

,