Morgunútvarpið

Lest frá Keflavík?, tengsl Íran við Palestínu og Ísrael o.fl..

Alvöru gamaldags hjólaskautar eru ekkert endilega gamaldags enda hellingur af fólki sem fer reglulega á hjólaskauta. Ein þeirra er Margrét Hólmgeirsdóttir en hún er ein þeirra sem halda utan um Hjólaskautafélagið og hjólaskautahöllina í Reykjavík. Við heyrum í Margréti sem ætlar segja okkur betur frá hjólaskautalífinu.

Þegar hágæða grænar samgöngur milli höfuðborgarsvæðis og Keflavíkur eru nefndar sér fólk eflaust fyrir sér einhverskonar lest sem færi hratt og örugglega á milli. Hvort það raunhæfur möguleiki er eitt af því sem verður rætt á opnum fundi á fimmtudag. Innviðaráðuneytið, Reykjavíkurborg, Kadeco, Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins og Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum standa sameiginlega fundinum þar sem stendur til velta upp hinum ýmsu möguleikum í þessum efnum. Lilja G. Karlsdóttir, samgöngusérfræðingur verður þar fundarstjori. Hún kemur til okkar ásamt Degi B. Eggertssyni.

John Kirby, talsmaður þjóðröryggisráðs Bandaríkjanna, sagði í gær engan efa í sínum huga Íranir ættu einhvern hlut máli varðandi árás Hamas á Ísrael. Hins vegar hefðu ekki enn fundist áþreifanleg sönnunargögn þess efnis. Fjallað hefur verið um það í fjölmiðlum Íransstjórn sverji af sér alla aðild en lýsi stuðningi við árásina. Við ætlum ræða tengsl Írans og Palestínu við Kjartan Orra Þórsson, kennara við Háskóla Íslands og sérfræðing í málefnum Írans.

Í nýjasta tölublaði breska tímaritsins The Economist er fjallað um hot desking, það er þegar starfsfólk á ekki sitt borð á vinnustað heldur vinnur þar sem pláss er hverju sinni, og hótelvæðingu vinnustaða, starfsfólk þurfi í auknum mæli bóka borð og fundarrými. Þá er fjallað um vinnustaðapólitíkina sem þessu tengist - reyndara starfsfólk og eldra eigi frekar sitt borð sem enginn annar þorir setjast við. Við ætlum ræða þessa þróun við Adriönu Karólínu Pétursdóttur, formann Félags mannauðsfólks.

Í gær ræddum við við Ragnheiði Elínu Árnadóttur, sem er búsett í París um faraldur veggjalúsa sem valdið hefur miklum usla þar og í Lundúnum. Karl Skírnisson, sníkjudýrafræðingur, hefur skrifað um sögu veggjalúsa hér á landi og við ætlum ræða stöðuna hér heima við hann eftir fréttayfirlitið hálf níu.

Guðmundur Jóhannsson tæknikarl kemur til okkar ræða þróun gervigreindar í nýjustu gerðum myndavélasíma.

EMILÍANA TORRINI - Jungle Drum.

Una Torfadóttir - Þú ert stormur.

MADNESS - Our House.

Julian Civilian - Fyrirmyndarborgari.

Daði Freyr Pétursson - Limit To Love.

CELEBS - Dómsdags dans.

HJALTALÍN - We Will Live For Ages.

KUSK & ÓVITI -

Frumflutt

10. okt. 2023

Aðgengilegt til

9. okt. 2024
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir, Rúnar Róbertsson og Hulda G. Geirsdóttir.

Þættir

,