• 00:36:12Franskir dagar
  • 00:51:13Alheimsmót skáta
  • 01:01:02Fótboltinn og Sádi Arabía
  • 01:21:47Ráðningamál biskups
  • 01:33:00Bræðslan

Morgunútvarpið

28. júlí - bæjarhátíðir, skátar, Saudí Arabía og biskupamálið

Bæjarhátíðin Franskir dagar eru haldnir á Fáskrúðsfirði um helgina. Þessi hátíð er sérstök fyrir tengsl Fáskrúðsfjarðar við Frakkland og er veru franskra sjómanna fyrr á öldum minnst með margvíslegum hætti. Heimamenn og gestir gera sér glaðan dag, auk þess sem fulltrúar frá franska vinabænum Gravelines taka þátt í hátíðarhöldunum. Við tókum stöðuna á Frönskum dögum hjá Daníel Geir Moritz sem er skipuleggjandi hátíðarinnar.

Alheimsmót skáta hefst eftir helgina í Suður Kóreu og eru rúmlega 100 íslenskir skátar farnir út og og bætast í hóp um 55 þúsunda annara skáta. Eru þetta skátar á aldrinum 14-18 ára. Mótið er haldið á fjögurra ára fresti og hefur sveit íslenskra skáta sótt mótið svo áratugum skiptir. Þetta er í 25 skiptið sem mótið er haldið. Guðjón R. Sveinsson, einn fararstjóra ferðarinnar, var á línunni hjá okkur beint frá Suður Kóreu

Við ræddum boltann rækilega upp úr klukkan átta - og þá sérstaklega hina Sádi Arabísku sveiflu sem er eiga sér stað. Upphæðirnar sem Sádi Arabíska deildin er bjóða leikmönnum á borð við Kylian Mbappé og auðvitað Cristiano Ronaldo, sem þáði boðið, eru stjarnfræðilegar. Stefán Pálsson sagnfræðingur og knattspyrnuspekúlant fór yfir íþróttaþvottinn frá Miðausturlöndum með okkur.

Ráðningarmál frú Agnesar M. Sigurðardóttur biskups hafa verið helsta frétt vikunnar. Agnes hyggst láta af embætti á næsta ári, þegar hún verður sjötug, en er mati margra innan kirkjunnar umboðslaus vegna þess hvernig staðið var síðustu ráðningu hennar þegar Drífa Hjartardóttir forseti kirkjuþings framlengdi ráðningu hennar. Aðrir eru þessu ósammála og rekja málatilbúinaðinn og fréttaflutninginn fyrst og fremst til valdabaráttu innan Þjóðkirkjunnar sem birtist með þessum hætti. Við ræddum valdabaráttuna við Sindra Geir Óskarsson sóknarprest í Glerárkirkju á Akureyri.

Og í lok þáttar settum við okkur í samband við Áskel Heiðar Ásgeirsson einn aðstandanda tónlistarhátíðarinnar Bræðslunnar á Borgarfirði eystri. Hátíðin hefur fyrir löngu skipað sér sess í hugum tónlistarunnenda en hátíðin var fyrst haldin árið 2005. Á laugardagskvöldið verður hátíðin send út í sjónvarpi á RÚV og í útvarpi á Rás2.

Tónlist frá útsendingarlogg 2023-07-28

PRINS POLO - Líf ertu grínast.

HANNES FT. WATERBABY - Stockholmsvy.

EAGLES - Peaceful Easy Feeling.

KLARA ELIAS - Nýjan stað.

THE KILLERS - Human.

BLUR - Country House.

ÁSDÍS - Angel Eyes.

MAUS - Kerfisbundin Þrá.

BEYONCÉ feat JAY Z - Crazy In Love.

Frumflutt

28. júlí 2023

Aðgengilegt til

27. júlí 2024
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir, Rúnar Róbertsson og Hulda G. Geirsdóttir.

Þættir

,