Morgunútvarpið

5. september - Stafrænt ofbeldi, Hvalavinir, bananaflugur ofl.

Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson

Á morgun heldur sex kvenna siglingahópurinn Seiglurnar af stað í keppnisferðalag til New york. Þetta er hvergi nærri þeirra fyrsta sigling, þær sigldu til mynda hringinn í kringum landið fyrir tveimur árum síðan. En hvernig fer siglingakeppnin fram og hvernig er undirbúningurinn? Anna Karen Jörgensdóttir, seglatjúner eða seglastillir og Sigríður G. Ólafsdóttir, skipstjóri og stýrimaður kíkja til okkar og geta eflaust svarað því.

Anna Gunndís Guðmundsdóttir, leikkona, skrifaði vel lesna skoðanagrein á Vísi í gær um fimm stjörnu lúxushótel bananaflugunnar, og vísaði þar til karfa og bréfpoka undir matarafganga sem Sorpa útvegaði fólki á dögunum þegar nýtt flokkunarkerfi var innleitt á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum. Í greininni segir hún henni hafi verið þröngvað í sambúð með bananaflugunni gegn sínum vilja, pokarnir mígleki og vökvinn lendi á botninum á körfunni. Þá furðar hún sig á ekki lok á fjandans körfunni, eins og hún orðar það. Við ræðum þessi mál við Frey Eyjólfsson, verkefnastjóra hringrásarhagkerfisins, og spyrjum hvort mikil óánægja með nýtt flokkunarkerfi.

Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara, verður gestur okkar fyrir átta fréttir. Verðbólgan og vaxtahækkanirnar hafa tilfinnanleg áhrif á flest og umsóknir um aðstoð umboðsmanns skuldara eiga það til aukast þegar dýrtíð hefur verið í nokkurn tíma.

Við tökum stöðuna á mótmælendunum sem sitja sem fastast í möstrum hvalveiðibátanna í Reykjavíkurhöfn. Valgerður Árnadóttir, talskona Hvalavina, verður á línunni.

60% unglingsstúlkna hefur orðið fyrir stafrænu kynferðisofbeldi. Þetta kom fram á farsældarþingi barna sem haldið var í gær. Lög til taka á stafrænu ofbeldi eru ríflega tveggja ára. Hafa þau engan árangur borið? Hvaða tól hefur lögreglan til taka á þessum málum? María Rún Bjarnadóttir, lögfræðingur og verkefnisstjóri gegn stafrænu ofbeldi hjá Ríkislögreglustjóra kemur til okkar.

Sævar Helgi Bragason, vísindasérfræðingur Morgunútvarpsins, kemur til okkar í lok þáttar, eins og alltaf annan hvern þriðjudag. Í dag ræðum við útrýmingu mannsins annars vegar og ketti og túnfisk hins vegar.

Lagalisti:

EGÓ - Fallegi lúserinn minn.

CHRISTINE AND THE QUEENS - A day in the Water.

SIMPLE MINDS - Alive And Kicking.

DUA LIPA - Dance The Night.

MOLOKO - Sing it back.

SPRENGJUHÖLLIN - Verum í sambandi.

JÓNFRÍ - Andalúsía.

NEW ORDER - True Faith.

Frumflutt

5. sept. 2023

Aðgengilegt til

4. sept. 2024
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir, Rúnar Róbertsson og Hulda G. Geirsdóttir.

Þættir

,