Morgunútvarpið

15. sept. - Mengun, lífrænt, tíska, fréttir og fjallmenn

Umhverfisstofnun hefur sett af stað átak til safna upplýsingum um mengaðan jarðveg og kortleggja og óskar eftir aðstoð almennings til verksins. Við ræddum við Kristínu Kröyer sérfræðing í teymi mengunareftirlits sem heldur utan um verkefnið og er á leið í leiðangur um landið til þess heyra nánar í fólki um þessi mál.

Lífræni dagurinn er á morgun en þá mun Lífrænt Ísland og VOR (félag um lífræna framleiðslu), halda upp á daginn öðru sinni, með viðburði hér í höfuðborginni, auk þess sem fjögur býli víðsvegar um landið munu opna dyr sínar fyrir gestum og gangandi.

Við fengum Önnu Maríu Björnsdóttur verkefnisstjóra lífræna dagsins til okkar og ræddum aðeins stöðu lífrænnar ræktunar og framtíðarmöguleika hér á landi.

Við höfum rætt við þingmenn og stjórnmálafræðinga um þingsetninguna, setningarræðu forsætisráðherra og þingveturinn framundan í vikunni, en í dag nálguðumst við þingið með aðeins öðrum hætti. Dóra Júlía Agnarsdóttir, menningarblaðamaður á Vísi og tískuspekúlant, var gestur okkar þegar við ræddum stefnur og strauma í tísku þingmanna.

Eftir átta fréttir fórum við yfir fréttir vikunnar með góðum gestum sem voru í dag Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, og Drífa Snædal, talskona Stígamóta.

Heimildamyndin Konungur fjallanna var frumsýnd fyrir fullu húsi sl. helgi og er í sýningu í bíóhúsum í takmarkaðan tíma, en í myndinni er fylgst með fjallmönnum á Landmannaafrétti þar sem fremstur fer fjallkóngurinn sjálfur Kristinn Guðnason, en hann hefur leitt fjallmenn í rúm fjörutíu ár. Arnar Þórisson leikstjóri myndarinnar settist hjá okkur og sagði okkur meira frá þessari forvitnilegu mynd sem skrásetur íslenska smala hefð og leiðtogahlutverk fjallkóngsins.

Lagalisti:

HJÁLMAR - Manstu.

THE BEATLES - Things We Said Today.

PATRi!K & LUIGI - Skína.

DEPECHE MODE - Ghosts Again.

JÓNFRÍ - Andalúsía.

MAGNÚS ÞÓR - Jörðin sem ég ann.

Frumflutt

15. sept. 2023

Aðgengilegt til

14. sept. 2024
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir, Rúnar Róbertsson og Hulda G. Geirsdóttir.

Þættir

,