Morgunútvarpið

13. júlí - Lindarhvoll, landverðir, fólskfjölgun, Efnisveitan

Umhverfisstofnun hefur auglýst störf landvarða við nýju gosstöðvarnar á Reykjanesi. Þangað streymir múgur og margmenni en björgunarsveitirnar okkar standa vaktina í sjálfboðaliðastörfum eins og síðustu tvö skipti. Hvað þarf landvörður á svæðinu kunna og við hverju hann búast í sínum daglegu störfum? Ásta Kristín Davíðsdóttir landvörður á suðvesturhorninu sagði okkur allt um það.

Árið 2008 birtist frétt á Vísi þess efnis Íslendingar gætu náð rjúfa 400.000 manna múrinn árið 2050. Nú, 27 árum fyrr, stefnir allt í markmiðinu verði náð í ár. Samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar hefur landsmönnum fjölgað ört undanfarið og eru 394.228 talsins. Við ræddum mannfjöldann og fjölbreytilegt samfélag við Stefán Hrafn Jónsson forseta Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands.

Töluverð vitundavakning hefur orðið hjá íslendingum þegar kemur flokkun og nýta hlutina betur. eiginlega segðja eftir hrun og síðan Covid hafi þessi hugsun eiginlega farið á almennilegt flug. Við ætlum heyra af fyrirtæki sem sérhæfi sig á þessu sviði. Efnisveitan heitir það og sérhæfir sig í aðstoða við framlengja lífdaga á margvíslegum efnivið í þeim tilgangi lágmarka sóun og nýta sem best það sem jörðin gefur af sér. Til mynda er Efnisveitan með rammasamning við Ríkiskaup til betur megi nýta það sem stofnanir ríkisins losa frá sér. Hugi Hreiðarsson, annar eiganda Efnisveitunnar, sagði okkur meira af þessu.

Svo fengum við söngkvintett til okkar í þáttinn en kvintettinn Olga Vocal heldur 10 ára afmælistónleika í Háteigskirkju í kvöld og ætlar gefa okkur tóndæmi.

Við höldum áfram ræða skýrslu setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol og sölu félagsins á ríkiseigum. Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa kallað eftir því þing komi saman til ræða innihald greinargerðarinnar. Það vilja stjórnarflokkarnir aftur á móti ekki sjá og vilja ræða hana í september þegar þing kemur aftur saman. Til ræða skýrsluna og hugsanlegar afleiðingar hennar, ef einhverjar, kom til okkar fomaður Miðflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.

Tónlist

TODMOBILE - Stúlkan.

SANTANA - Oye Como Va.

PASSENGERS & PAVAROTTI - Miss Sarajevo.

EMMSJÉ GAUTI - Þúsund hjörtu.

CELEBS - Bongó, blús & næs.

HJÁLMAR - Það sýnir sig.

AVRIL LAVIGNE - Complicated.

SEMISONIC - Chemistry

Frumflutt

13. júlí 2023

Aðgengilegt til

12. júlí 2024
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir, Rúnar Róbertsson og Hulda G. Geirsdóttir.

Þættir

,