Morgunútvarpið

28. desember

Við heyrum í Borghildi Fjólu Kristjánsdóttur, formanni Landsbjargar, í upphafi þáttar, en flugeldasalan hefst í dag. Við ræðum þennan mikilvæga fjáröflunarlið og breytingar sem orðið hafa á viðhorfi þjóðar til flugelda.

Loksins kom snjórinn og loksins reyndi á endurskoðaða þjónustuhandbók um vetrarþjónustu hjá borginni. Vinna stýrihópsins virðist hafa borði árangur en Hjalti J. Guðmundsson, skriftstofustjóri hjá skrifstofu borgarlands veit meira um það og kemur til okkar. Hann ætlar líka spjalla við okkur um áramótabrennurnar í ár en hann heldur utan um þær.

Ekkert lát er á átökunum í Úkraínu og ljóst þykir ekki verði breyting þar á á næstunni. Við ætlum ræða við Jón Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands og sérfræðing í málefnum Rússlands, um árið sem er líða í Rússlandi og Úkraínu og við hverju megi búast á nýju ári.

Kvika undir Svartsengi verður í næstu viku jafn mikil og var fyrir gosið í síðustu viku og því aukast líkur á nýju eldgosi með hverjum deginum sem líður. Magnús Tumi Guðmundsson sagði í kvöldfréttum í gær fólk verða vera viðbúið gjósi nær Grindavík en síðast. Við ræðum stöðuna við Pál Einarsson jarðeðlisfræðing.

Í lok þáttar ætlum við rýna svolítið í sölutölur á áfengi, og sérstaklega skoða kampavínsvísitöluna, en sala á því hefur tilhneigingu til aukast í góðæri og dragast saman í niðursveiflu og hefur verið litið á söluna sem vísbendingu um viðhorf almennings um stöðu og horfur í hagkerfinu. Sveinn Víkingur Árnason, framkvæmdastjóri ÁTVR, verður gestur okkar.

Lipa, Dua - Houdini.

Bryan, Zach, Musgraves, Kacey - I Remember Everything.

MADNESS - Our House.

Mugison - Gúanó kallinn.

Empire of the sun - Walking On A Dream.

THE STONE ROSES - Waterfall.

SPRENGJUHÖLLIN - Deus, Bóas og/eða kjarninn.

Frumflutt

28. des. 2023

Aðgengilegt til

27. des. 2024
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir, Rúnar Róbertsson og Hulda G. Geirsdóttir.

Þættir

,