Morgunútvarpið

Gaza, Rússland, Sæmundur á selnum, skólamáltíðir og forsetar

Nefndir á vegum bandarískra og ísraelskra stjórnvalda funda í Washington í þessari eða næstu viku til ræða stríðið á Gaza. Bandaríkin segja ekki verði ráðist inn í borgina Rafah fyrir þann tíma. Harðari tóns gætir gagnvart Ísraelum úr vesturátt en áður. Silja Bára Ómarsdóttir ræddi við okkur um samskipti Bandaríkjanna og Ísrael síðustu daga.

Jón Ólafsson, prófessor og sérfrængur í málefnum Rússlands, var á línunni hjá okkur eftir fréttayfirlitið hálf átta þegar við ætlum gera upp forsetakosningarnar í Rússlandi og skoða sérstaklega mögulega arftaka Pútíns, þegar þar kemur.

Björn Jón Bragason, nýr formaður Stúdentafélags Reykjavíkur, varnhjá okkur fyrir átta fréttir. Á aðalfundi félagsins var samþykkt skora á Háskóla Íslands ljúka við gerð gosbrunns og tjarnar umhverfis styttuna af Sæmundi á selnum, líkt og listamaðurinn Ásmundur Sveinsson hugsaði sér.

Skólamáltíðir hafa verið mikið til umræðu síðustu daga. Meðal annars hvort það hljóti vera óumhverfisvænt hafa fríar skólamáltíðir fyrir öll grunnskólabörn. Sigurlaug Arnardóttir verkefnastjóri menntaverkefna Landsverndar kíkti til okkar.

Línur eru teknar skýrast hvað forsetaframboð varðar, fjöldi frambjóðenda safna undirskriftum og einhverjir hafa kynnt stefnu sína. Við ræddum við Kolbein Marteinsson, almannatengil, um kosningarnar framundan og frambjóðendurna.

Sævar Helgi Bragason, vísindasérfræðingur Morgunútvarpsins, var síðan hjá okkur í lok þáttar eins og alltaf annan hvern þriðjudag, og í þetta skiptið ræðum við manntíma og plast

Lagalisti:

JÓNFRÍ - Andalúsía.

Jón Jónsson Tónlistarm. - Spilaborg.

HARRY NILSON - Gotta Get Up.

THE STONE ROSES - Waterfall.

BOGOMIL FONT ÁSAMT STÓRSVEIT REYKJAVÍKUR - Gull í mund.

Júlí Heiðar, PATRi!K - Heim.

KALEO - Hey Gringo.

THE THRILLS - Big Sur.

NINA SIMONE - My Baby Just Cares For Me.

Frumflutt

19. mars 2024

Aðgengilegt til

19. mars 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir, Rúnar Róbertsson og Hulda G. Geirsdóttir.

Þættir

,