Morgunútvarpið

11. ágúst - bankaskattur, Laufey og Páll Óskar

Í vikunni hafa fjármálaráðherra og viðskiptaráðherra enn einu sinni tekist á um gildi hvalrekaskatts fyrir íslenska bankakerfið, fyrir opnum tjöldum. Við ætlum ræða svigrúm bankakerfisins til aukinnar skattgreiðslna þegar bankarnir skila methagnaði hvern ársfjórðunginn á fætur öðrum. Yngvi Örn Kristinsson hagfræðingur Samtaka fjármálafyrirtækja kom til okkar.

Það er staðreynd ríkustu þjóðir heims eru jafnframt mestu mengunarvaldarnir en jafnframt loftslagsbreytingar leggjast hins vegar hvað þyngst á fátækustu svæði jarðar. Fátækustu ríkin hafa því ekki mikið olnbogarúm þegar kemur því gera róttækar breytingar til standast loftslagsskuldbindingar en íslenska sprotafyrirtækið SoGreen hefur séð við þessu og þróað reiknilíkan með það markmiði umbreyta menntun stúlkna í kolefniseiningar. Hljómar flókið en í grunninn snýst málið um það menntaðar konur lifi á umhverfisvænni hátt, eignis færri börn og lesi umhverfi sitt betur. Guðný Nielsen stofnandi SoGreen sagði okkur betur frá þessu.

Íslenska tónlistarkonan Laufey er orðin vinsælasti djasstónlistarmaður Spotify og hefur, sinni minnsta kosti, slegið út ekki ómerkari nöfn en Miles Davis og Billie Holiday. Hvernig þetta vera? Björgvin Ingi Ólafsson er sannkallaður tónlistargagna-rýnir og kom til okkar tala um ótrúlegt ris Laufeyjar.

Fréttir vikunnar voru á sínum stað og eitt og annað til umræðu. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir upplýsingafulltrúi Íslenskrar erfðagreiningar og Pétur Markan biskupsritari voru gestir okkar þessu sinni.

Og í lok þáttar kom drottningin sjálf, Páll Óskar Hjálmtýsson, til okkar. Við höfum gefið hinsegindögum gaum í öllum þáttum vikunnar og því mjög viðeigandi Palla til okkar til hita upp fyrir Pride gönguna sem leggur af stað frá Hallgrímskirkju klukkan 14:00 á morgun, laugardag.

Tónlist

GDRN - Parísarhjól.

DAÐI FREYR - Whole Again.

LAUFEY - From The Start.

LAUFEY - Falling Behind.

Moses Hightower - Sjáum hvað setur.

PÁLL ÓSKAR - Ég er eins og ég er.

PÁLL ÓSKAR - Allt fyrir ástina.

Frumflutt

11. ágúst 2023

Aðgengilegt til

10. ágúst 2024
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir, Rúnar Róbertsson og Hulda G. Geirsdóttir.

Þættir

,