Morgunútvarpið

1. des. - Grindavík, COP28, handbolti, fréttaspjall, HIV, tónlist

Þrjár vikur sléttar eru í dag frá því Grindavíkurbær var rýmdur í flýti um nótt vegna jarðskjálfta og yfirvofandi eldgoss. Gígja Hólmgeirsdóttir dagskrárgerðarmaður hefur tekið saman viðtöl sem hún tók við íbúa Grindavíkur 14.-21. nóvember. Við heyrðum í henni.

Tuttugasta og áttunda loftslagsþing sameinuðu þjóðanna, COP28 er skríða af stað í Dubai og mun standa næstu tvær vikur. Formaður loftslagsráðs sagði á dögunum þingið vera síðasta tækifæri heimsins til samstöðu um þessi mál. Þó krísan mikil berast fréttir af meintum áformum um olíuviðskipti á þinginu, hagsmunaaðillar í kjötiðnaði hafa boðað komu sína en Bandaríkjaforseti sér ekki ástæðu til mæta. Við spyrjum hreinlega -er nema von almenningur orðinn vonlítill og uppgefinn þegar þetta á bjarga okkur? Björg Eva Erlendsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar leit við hjá okkur.

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði gegn Slóveníu í fyrsta leik sínum á HM, 30-24, þrátt fyrir ágætis frammistöðu. Við heyrðum í okkar fólki í Stafangri, fórum yfir leikinn og það sem framundan er um helgina.

Svolítið afmælisbragð var af fréttum vikunnar í dag. Gulli Helga og Linda Blöndal fóru með okkur yfir þær og litu í leiðinni aðeins með okkur í aftursýnisspegilinn á Rásinni góðu.

Fjörutíu ár eru liðin frá fyrsta greinda HIV smitinu á Íslandi. Síðan þá hefur mikið unnist en sagan er óneitanlega sár og enn setur veiran mark sitt á líf fjölda fólks út um allan heim. Í dag er alþjóðlegur dagur alnæmis og Einar Þór Jónsson formaður HIV á Íslandi kom til okkar.

Notendur Spotify deila margir hverjir samantektinni sem streymisveitan birtir fyrir þá í lok árs, en þannig sér fólk hvaða lög, flytjendur og hlaðvörp það hefur hlustað mest á. Við ræddum við Arnar Eggert Thoroddsen, aðjúnkt í félagsfræði við Háskóla Íslands og tónlistarsérfræðing, um árið 2023 í tónlist og hlaðvörpum, hvað var vinsælast hér heima og úti og breytingar sem eru verða í hlustun, The Economist fjallaði til mynda um það enskan væri á undanhaldi í tónlistinni.

Lagalisti:

KUSK & ÓVITI - Elsku vinur.

Pálmi Gunnarsson - Þorparinn.

BJÖRK - Afi.

Løv og Ljón - Ég gef þér allt mitt líf.

BJÖRGVIN HALLDÓRSSON - Himinn Og Jörð.

Eiríkur Hauksson - Gaggó Vest minningunni).

FRIÐRIK DÓR - Hlið við hlið.

PATRi!K, Luigi - Skína.

Frumflutt

1. des. 2023

Aðgengilegt til

30. nóv. 2024
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir, Rúnar Róbertsson og Hulda G. Geirsdóttir.

Þættir

,