Morgunútvarpið

4. ágúst - Flúðir, Eyjar, Akureyri, Austurstrætið

Við höldum yfirreið okkur yfir hátíðir um Verslunarmannahelgina í þættinum í dag. Við byrjum á því hringja norður á Akureyri og tókum púlsinn á Davíð Rúnari Gunnarssyni, Dabba Rún, en hann veit allt um það sem fram fer í bænum um helgina.

Við hringdum líka suður til Eyja þar sem Ólöf Ragnarsdóttir fréttakona er stödd. Ólöf er Vestmanneyingur í húð og hár og gaf okkur innsýn inn í það hvað Vestmanneyískar fjölskyldur gera á Þjóðhátíð.

Fréttir vikunnar voru á sínum stað. Eygló Harðardóttir verkefnastjóri hjá Ríkislögreglustjóra og Markús Þórhallsson fréttamaður á RÚV komu til okkar og töluðu um ólgu innan SJálfstæðisflokksins, Verslunarmannahelgina framundan og allt það sem skeði í vikunni.

Og yfirferðin hélt áfram um hátíðir um helgina. Þau Agnes Hlynsdóttir og Franz Gunnarsson komu til segja okkur nánar frá mikilli rokkhátíð sem fram fer um helgina á skemmtistaðnum Lemmý í Austurstræti.

Og í lokin hringdum við á Flúðir en þar er dagskrá um Verslunarmannahelgina eins og mörg undanfarin ár. Bessi Theódórsson skipuleggjandi var á línunni.

Tónlist

ÍRAFÁR - Ég Sjálf.

DOORS - Soul Kitchen.

KUSK & ÓVITI - Elsku vinur.

FRIÐRIK DÓR - Bleikur og blár.

HREIMUR, MAGNI, BERGSVEINN OG GRETTISKÓRINN - Lífið er yndislegt.

NÝDÖNSK - Fram Á Nótt.

DAÐI FREYR & GAGNAMAGNIÐ - Hvað með það?.

ROCK PAPER SISTERS - Never Be Mine.

GREIFARNIR - Saman í frí

Frumflutt

4. ágúst 2023

Aðgengilegt til

3. ágúst 2024
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir, Rúnar Róbertsson og Hulda G. Geirsdóttir.

Þættir

,