Morgunútvarpið

30. ágúst - Hvalveiðar, brotastarfsemi og persónuvernd

Leikskólar Reykjanesbæjar og bókasafnið í bænum fengu í vor styrk úr Sprotasjóði til vinna sameiginlega verkefninu Leikgleði í gegnum sögur og söng. Hulda Geirsdóttir sló á þráðinn til Ólafar Kristínar Guðmundsdóttur, kennsluráðgjafa á menntasviði Reykjanesbæjar og fékk vita meira.

Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningadeild ríkislögreglustjóra, var gestur okkar eftir fréttayfirlitið hálf átta. Við ræddum skipulagða brotastarfsemi og innbrotahrinuna sem gekk yfir höfuðborgarsvæðið í síðasta mánuði.

Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir, framkvæmdastjóri einstaklingssviðs Íslandsbanka, skrifaði grein sem birtist á Vísi í gær um haustið og heimilisbókhaldið. Hvernig tekur maður til í heimilisbókhaldinu og hvar á maður byrja? Sigríður fræddi okkur um þau mál.

Bann við hvalveiðum rennur öllu óbreyttu út á morgun og gætu veiðar því hafist á föstudag. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og Verkalýðsfélags Akraness, hefur gagnrýnt óvissuna í málinu og áhrifin á félagsfólk sitt og í sumar sagði hann ákvörðun um stöðva vertíðina glórulausan pópúlisma og hann byggist við stjórnarslitum. Við ræddum við Vilhjálm.

Við ræddum nýjar reglur ESB um söfnun persónuupplýsinga og meðferð þeirra á netinu. Hvað þýðir það og breytir það yfir höfuð einhverju fyrir okkur? Evrópusambandslöggjöf varðandi smákökur og fleira hefur hingað til ekki gilt á íslandi. Valborg Steingríms sviðsstjóri hjá Persónuvernd fór betur yfir þau mál með okkur.

Hvað eiga pennar, plastpokar, bíóprógrömm, servíettur og eldfæri sameiginlegt? spyrja aðstandendur sýningarinnar Eins manns rusl er annars gull sem haldin er um þessar myndir í Byggðasafni Reykjanessbæjar. Munirnir sem eru til sýnis spanna langt tímabil og snerta eflaust nostalgíutaugar margra. Eva Kristín Dal safnstjóri byggðasafnsins kíkti til okkar.

Tappi Tíkarrass - Dalalæða.

KINGS OF CONVENIENCE - Rocky Trail.

Birkir Blær - Thinking Bout You.

Spacestation - Hvítt vín.

BJÖRGVIN HALLDÓRSSON - Við Reykjavíkurtjörn.

Steve Lacy - Bad Habit.

OLIVIA RODRIGO - Vampire.

ÞURSAFLOKKURINN - Gegnum Holt Og Hæðir.

AMY WINEHOUSE - Love is a losing game.

Frumflutt

30. ágúst 2023

Aðgengilegt til

29. ágúst 2024
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir, Rúnar Róbertsson og Hulda G. Geirsdóttir.

Þættir

,