Síðdegisútvarpið

Leiðtogafundur í Köben, kaffi og Felix og Klara

Leiðtogafundur Evrópusambandsins, þar sem fjallað verður um varnar- og öryggismál, er í Danmörku í dag og mikill viðbúnaður er við þinghúsið í Kaupmannahöfn. Þór Jónsson sviðsstjóri hjá Norrænu ráðherranefndinni / fv fjölmiðlamaður Kaupmannahöfn.

Í dag er alþjóðlegi kaffidagurinn. Íslendingar eru kaffiþjóð og við drekkum mikið kaffi. En er blikur á lofti. Kaffiverð ríkur upp vegna loftlagsbreytinga er sagt og spurning er hvort kaffi verði munaðarvara í nánustu framtíð. Við fengum Sonju Grant, sem veit allt um kaffi, til okkar til ræða kaffiheiminn og framtíðina.

Á morgun fagnar Garðyrkjufélag Íslands 140 ára afmæli en félagið var stofnað árið 1885. Það hlýtur teljast nokkuð gott en hvað voru menn velta fyrir sér í garðyrkju á þessum tíma og hverjar eru aðaláherslurnar í dag ? Guðríður Helgadóttir - Garðyrkju Gurrý er formaður félagsins hún kom til okkar.

Á SUNNUDAGSKVÖLDIÐ verður fyrsti þátturinn af nýrri þáttarröð, Felix og Klara sýndur á RUV.

Þetta er leikin Íslensk þáttaröð um fyrrverandi tollvörðinn Felix sem flyst ásamt eiginkonu sinni, Klöru, í þjónustuíbúð fyrir aldraða í Reykjavík. Á meðan Klara nýtur frelsisins rankar Felix við sér í innihaldslausum hversdagsleika eftir langa starfsævi og leitar tilgangs. Leikstjórinn Ragnar Bragason. og Jón Gnarr komu til okkar.

16 október næstkomandi verða haldnir útgáfutónleikar í Bæjarbíói í Hafnarfirði.

Þar kemur fram hljómsveitin Sycamore tree ásamt góðum gestum og saman ætla þau fagna útgáfu plötunnar Scream sem kom út fyrr á árinu en verður endurútgefin í þessum mánuði með nýjum aukalögum.

Ágústa Eva og Gunni Hilmars mæta í Síðdegisútvarpið ásamt Stefáni Magnússyni

Við ræddum í gær við formann bæjarráðs Reykjanesbæjar vegna breytinga á leiðarkerfi Strætó á landsbyggðinni sem Vegagerðin sér um en fækka á stoppistöðvum í Reykjanesbæ fyrir leið 55 úr átta í tvær. Hulda Rós Bjarnadóttir, sérfræðingur í almenningssamgöngum hjá Vegagerðinni, kemur til okkar til ræða þessar breytingar á leiðum landsbyggðar strætó.

Frumflutt

1. okt. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Þórður Helgi Þórðarson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

,